11.8.08

Spádómur

Í tilefni af Ólympíuleikunum hyggst ég fjalla í meira mæli um íþróttir en fram til þessa. Þeir sem telja meinbugi á þeirri ráðagerð tjái sig nú eða aldrei að eilífu. Ég heyrði að Íslendingar hefðu unnið handboltaleik og það er fagnaðarefni. Betri var þó íþróttafréttin um heimsmeistaramótið í íslenskri glímu. Það mót hefur óverðskuldað fallið í skuggann af Ólympíuleikunum. Erfitt er að spá og sérstaklega um framtíðina en ég spái því að heimsmeistaramótið í íslenskri glímu sé aðeins upphafið á glæsilegri atburðarás sem muni lykta með því að keppt verði í íslenskri glímu á Ólympíuleikum, þeim fjórðu héðan frá talið.

No comments: