
Ég skrifa þetta vel nærð til líkama og sálar, nýkomin úr
fossagöngu á Gnúpverjaafrétti. Í dag hef ég aðallega neytt krækiberja, bláberja og vatns úr gnúpverskum fjallalækjum. Þá hef ég skoðað fleiri gnúpverska fossa en ég hélt að væri mögulegt. Dynkur í Þjórsá er sérstaklega margslunginn foss.
Það var talað mikið og illa um svívirðilegar ráðagerðir Landsvirkjunar í þessari ferð og það var reglulega viðeigandi.
No comments:
Post a Comment