Ég veitti því athygli, þegar ég horfði á strandblak karla, að þeir voru ekki berir að ofan eins og eðlilegt mætti teljast þegar hliðsjón er höfð af klæðnaði kvenkeppenda. Það er alltaf verið að svindla á kvenfólki. Ef leitað er að myndum af strandblaki á Gúgúl, þá gerist þetta. Það munu gilda sérstakar reglur í þessari íþrótt til að tryggja að keppendur mæti ekki of dúðaðir til leiks.
Annars er strandblak íþrótt sem liggur vel við höggi, það er dálítið auðvelt að tala um hana og iðkendur hennar af lítilsvirðingu og hroka af því maður getur gengið útfrá því að flesti taki undir með manni. Þetta er auðvitað rangt og ósiðlegt og segir mest um mann sjálfan. Ég ætla að bæta ráð mitt og mun framvegis líta svo á að útsendingar frá strandblaki séu í raun sérstakt próf í auðmýkt og umburðarlyndi. Á morgun er Íslandsmótið í strandblaki.
Annar spádómur minn er að keppni í íslenskri glímu, sérstaklega í kvennaflokki, eigi eftir að verða ein vinsælasta sjónvarpsíþrótt veraldar. Framsækin hönnun á nýjum keppnisbúningum mun leggja grunn að þeirri sigurgöngu.
15.8.08
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment