19.8.08

Kæra dagbók

Það er alveg til í dæminu að fólk ljúgi að dagbókinni sinni. Sumir eru í þeirri aðstöðu að geta séð fyrir að dagbókin verði einn góðan veðurdag víðlesin og eftirsótt. Þeir eru ekki að skrifa dagbókina eingöngu fyrir sjálfan sig. Hún er skrifuð með lesendur í huga.

Langamma mín ein skrifaði alla sína tíð í litlar dagbókarkompur. Hennar stíll var afar knappur og engin leyndarmál upplýst. Daginn sem önnur dóttir hennar gifti sig skrifaði hún: Emil og Rúna giftu sig í góðu veðri.

No comments: