7.8.08

Áhrif á umhverfi

Það verður þungbært fyrir marga að þurfa nú, í samræmi við nýfallinn úrskurð umhverfisráðherra, að meta umhverfisáhrif heildstætt. Skal engan undra að úrskurður hennar hafi valdið fjaðrafoki í þjóðfélaginu.

Eftir úrskurð umhverfisráðherra er mér nauðugur einn kostur að meta heildstætt umhverfisáhrif af öllum aukakílóunum, í stað eldri aðferðar sem fólst í því að horfa aðeins á afmarkaðan fjölda þeirra í senn. Sú aðferð hefur til þessa reynst mér prýðilega og forðað óþarfa upphlaupum. Niðurstaðan af þessu nýja umhverfismati er uggvænleg. Óvíst er þó hvort hið heildstæða umhverfismat muni hafa einhver áhrif á ákvarðanir sem framundan eru.

No comments: