Þessi spræna rennur sem leið liggur undir þjóðveg eitt, rétt austan við Hveragerði. Þar hefur engjamunablóm lagt undir sig lækjarbakkann. Ef augun flökta af veginum á réttu augnabliki, sést þessi óvænti himinblámi þjóta hjá. Ég hélt fyrst þetta væri gleym-mér-ei. Merkilegt hve summan af ótalmörgum smáblómum getur orðið stór.
Þetta er lygin mynd. Ógeðslegt plastdraslið í læknum sést ekki á henni.
No comments:
Post a Comment