13.8.08

Hringekið í Kópavogi

Ég átti leið útí Kópavog í gær (erindið var að ná í ástargaukinn Hómer) og leið mín lá um hið fyrrum umdeilda, en nú umsamda hringtorg á Nýbýlavegi við blokkina Lund 1. Ákvað að aka einn aukahring á torginu til að rannsaka þetta mál sjálfstætt í stað þess að láta fjölmiðla mata mig á upplýsingum, meira og minna lituðum af hagsmunum eigenda fjölmiðlanna og örugglega úr smiðju spunakarla.

Þar sem ég keyrði þann hluta torgsins sem næstur er blokkinni við Lund gat ég ekki betur séð en það væri reglulega snyrtilegt inni hjá fólkinu á næstneðstu hæðinni. Það voru gerviblóm á borðinu á svölunum hjá þeim.

Það verður fróðlegt fyrir skattgreiðendur í Kópavogi að fylgjast með tilfærslu hringtorgsins um sex metra til vesturs.

No comments: