6.8.08

Hústaka

Vinnusöm kónguló er akkúrat núna að ljúka við að spinna vef við útiljósið mitt. Ólíkt höfumst við að. Hún á örugglega eftir að veiða vel, fiðrildin og flugurnar sækja í ljósið. Vonandi geng ég ekki í vefinn, okkar beggja vegna. Til að forða því verð ég að ganga nákvæmlega miðjar tröppurnar.

No comments: