1.8.08

Á puttanum

Stundum tek ég upp puttaferðalanga. Það er skemmtilegt. Oft eru þeir með puttann á lofti uppi við Rauðavatn, sjást líka gjarnan fyrir utan Hveragerði og Selfoss. Síðast tók ég upp sjómann úr norðlensku plássi, hann var á leið á Eyrarbakka að heimsækja þar kvenmann sem hann hafði nýlega barnað.

Nú er ég búin að skrá á http://www.samferda.net/ að ég geti tekið tvo farþega á Flúðir á morgun.

Heilræði: Þegar puttaferðalangur er tekinn upp, skal frekar hugsa um The Hitchhiker's Guide to the Galaxy en síður The Hitcher.

No comments: