31.8.08

Í Norðurárdal

Ég útvíkkaði reynsluheim minn um helgina, skaut af loftriffli og ók fjórhjóli. Meiri vitleysan annars að kalla það hjól sem ekki er hjólað á. Fjórhjól er frekar grófgert ökutæki sem lætur ekki vel að (minni) stjórn og mér fannst eins og það væri tiltölulega auðvelt að drepa sig á því. Það er góð skemmtun að hristast á fjórhjóli.

Í ljós kom að ég er nokkuð skotfim. Ég gat hitt það sem ég miðaði á, reyndar af mjög stuttu færi. Nú langar mig að skjóta af alvörubyssu, en er ekki búin að gera það upp við mig hverju ég vil beina henni að. Helst engu lifandi. Ég er í hópi þeirra sem borða kjöt en vil að aðrir fremji morðið.

3 comments:

Jobove - Reus said...

very good blog, congratulations
regard from Reus Catalonia
thank you

Anonymous said...

Eyrún, er þetta nú ekki alger snilld þín nýja militaríska tilhneyjing, ég kalla þetta kúvendingu og er að melta þetta hér...á að gerast friðargæsluliði mit luftriffli fyrir fimmtugt?
:)
Lovísa

Rúna said...

Ráðherra utanríkismála stórfrænka mín í þriðja og fjórða lið, hefur nýverið afvopnað friðargæsluliða lýðveldisins, ég mun því ekki ganga í þær sveitir að svo stöddu.