Huppa frá Kluftum er frægasti Hrunamaður fyrr og síðar. Fjalla-Eyvindur og Einar Jónsson myndhöggvari eru líka aðeins frægir.
Hún var í heiminn borin 3. nóvember 1926 og átti klárlega ættir að rekja til huldunauts. Hún mjólkaði jafnmikið og kýrnar gera í dag. Allar íslenskar kýr geta rakið ættir sínar til Huppu og enginn nautgripur hefur haft önnur eins kynbótaáhrif á stofn íslenskra mjólkurkúa.
Stundum segi ég belja þegar ég man þetta ekki: Hér er kýr, um kú, frá kú, til kýr.
Ef þær norsku koma, mun ég kalla þær beljur.
Huppu hefur verið verðskuldaður sómi sýndur, þó félag áhugamanna um íslensku kúna hafi kosið að kenna sig við Búkollu. Ýmislegt hefur verið skrifað um Huppu og Halldór Pétursson málaði af henni mynd. Huppusalur er í félagsheimili Hrunamanna (þar hangir málverkið) og forrit eitt heitir Huppa. Huppa er næstalgengasta kýrnafnið. Huppuhornið og Huppustyttan heita verðlaunagripir við hana kenndir.
Það vantar bara styttuna.
Hér er ferlega skemmtilegur lestur um sögu íslensku kýrinnar, Páll Lýðsson reit. Huppa kemur að sjálfsögðu við sögu.
31.7.08
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Ekki líst mér vel á styttuna um Huppu. Yrði ekki litið á hana sem einhverskonar útgáfu af gullkálfinum? Ekki er á ástandið bætandi. En hvað þýðir að vera hupplegur ?
Svanurinn
Sennilega fer þverrandi stuðningur við hugmynd mína um styttu af Huppu. Það væri hægt að efna til Huppuhátíðar og dansa í kringum hana einu sinni á ári svona til að minnast góðærisins.
Dansa þangað til hún sekkur eins og gamla kirkjan í Hruna.
Sem ennþá sér glitta í turninn á þegar vel viðrar.
Sagði hupplegi sveppurinn og glotti.
Post a Comment