24.8.08

Ekill

Einkabarnið fékk bílpróf síðdegis í gær. Það hefur haft áhrif á líf okkar. Innan við sólarhring síðar hefur hann mátt aka móður sinni alls þrjár ferðir milli staða undir áhrifum.

Díana prinsessa sagði um syni sína að þeir væru "the heir and the spare". Ég sagði mínum að hann yrði að aka gætilega því ég ætti ekkert varabarn. Hann sagði að ég gæti sjálf farið varlega, ekki ætti hann varamóður.

Núna standa yfir viðræður um hvað "við" eigum að gera við bílinn "okkar".

2 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með bílstjórann nýja og óskaðu honum til hamingju með prófið

Anonymous said...

hæj
til hamingju með Kalla!
skilaðu kveðju :)
kv Guðrún