Mér varð af þessu tilefni hugsað til dúettsins Hundur í óskilum, en ég hlýddi á þeirra söng og hljóðfæraslátt á Tálknafirði í sumar. Þeir voru óhemju fyndnir, nema þegar þeir tóku lagið Rabarbara Rúna sem er ekki í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér.
31.10.08
Úlfur í óskilum
Atvik sem ekki verða útlistuð nánar, urðu til þess að þessi hundur var í óskilum á heimili mínu nú í kvöld en hefur nú sameinast eiganda sínum á ný, báðum til ómældrar gleði. Það var mikil hundalykt af honum og hann gat ekki setið kyrr nema óðalsostur væri í boði. Ég gaf honum líka útrunnið kjötálegg.
Áhættumat
Lyftan á mínum vinnustað bilar svona tvisvar í viku þessa dagana. Reglulega hljómar viðvörunarbjallan sem segir að einhver sé fastur í lyftunni. Það er löngu hætt að valda uppnámi. Ósjaldan hanga uppi a4 blöð með stóru letri "lyftan er biluð". Þegar ýtt er á hnappinn berast skruðningar og skellir til eyrna á meðan lyftan er að ákveða hvort hún ætlar upp eða niður.
Lyftan er frá heimsþekktum þýskum framleiðanda, Schindler að nafni, og í henni er tilkynning um að hún hafi staðist reglubundnar prófanir Vinnueftirlits ríkisins.
Ég tek lyftuna oft á dag. Það gera allir.
Lyftan er frá heimsþekktum þýskum framleiðanda, Schindler að nafni, og í henni er tilkynning um að hún hafi staðist reglubundnar prófanir Vinnueftirlits ríkisins.
Ég tek lyftuna oft á dag. Það gera allir.
30.10.08
Kaupsamningur um símtal
Ég fékk tölvupóst frá Icelandair: Má bjóða þér 500 vildarpunkta! Umsvifalaust veitti ég þeim viðtöku, en gleymdi að skoða smáa letrið sem leyndist bakvið linkinn „skoða skilmála“. Það var græðgislegt.
Skilmálarnir reyndust vera þeir að ég samþykki að það verði hringt í mig og gerð tilraun til að selja mér nýtt kreditkort frá American Express (einmitt það sem mig vantar í dag).
Með öðrum orðum – ég seldi mig – eitt símtal við mig kostar 500 punkta. Ég ræð þó ennþá hvað ég segi í símtalinu og ef það verður stutt þá er ég með svipað á mínútuna og þær hjá Rauða símatorginu. Ég finn fyrir léttri niðurlægingartilfinningu.
Ef ég fæ tölvupóst þar sem mér eru boðnir 20 000 punktar þá ætla ég að skoða skilmálana fyrst.
Skilmálarnir reyndust vera þeir að ég samþykki að það verði hringt í mig og gerð tilraun til að selja mér nýtt kreditkort frá American Express (einmitt það sem mig vantar í dag).
Með öðrum orðum – ég seldi mig – eitt símtal við mig kostar 500 punkta. Ég ræð þó ennþá hvað ég segi í símtalinu og ef það verður stutt þá er ég með svipað á mínútuna og þær hjá Rauða símatorginu. Ég finn fyrir léttri niðurlægingartilfinningu.
Ef ég fæ tölvupóst þar sem mér eru boðnir 20 000 punktar þá ætla ég að skoða skilmálana fyrst.
29.10.08
Ó Færeyjar
Eins og kennt var í barnaskóla er Slættaratindur hæsta fjall Færeyja, 882 m hátt. Númerið á Landrovernum hans pabba er einmitt x882 þannig að þetta er auðvelt að muna. Mig grunar að Slættaratindur sé fallinn út af námsskrá lýðveldisins.
Dimmalætting segir lán Færeyinga til okkar "øgilig upphædd men ein dropi í havinum". Teldupóstur með þakkarávörpum hefur streymt frá Íslendingum inn á ritstjórnina. Fram til þessa höfum við talið okkur þess umkomin að hlæja á kostnað Færeyinga, þessara sannkristnu, hómófóbísku, skerpukjötsétandi sveitamanna sem eyddu peningum sem ekki voru til í vegi og jarðgöng.
Tvisvar hef ég heimsótt Færeyjar, seinna skiptinu man ég vel eftir. Mér fannst merkilegt að vegirnir voru ekki eins og frá er greint í íslenskum tröllasögum þó vissulega væru þeir allir með bundnu slitlagi. Þeir voru mjóir, oft ein akrein og Færeyingar óku lúshægt. Með naumindum var hægt að smeygja sér í gegnum jarðgöngin sem virtust ekki samkvæmt íslenskum stöðlum. Færeyingum er ekki sýnt um flottheit á sama hátt og okkur mörlöndum. Jeppar voru fáir og húsin lítil, það átti líka við um nýju húsin. Rollur Færeyinga eru sennilega jafnmargar þeim sjálfum. Þó eiga þeir hvorki fjárhús né sláturhús. Engin fljót finnast í Færeyjum, bara lækir.
Sendið Dimmalætting þakkarbréf: redaktion@dimma.fo
Dimmalætting segir lán Færeyinga til okkar "øgilig upphædd men ein dropi í havinum". Teldupóstur með þakkarávörpum hefur streymt frá Íslendingum inn á ritstjórnina. Fram til þessa höfum við talið okkur þess umkomin að hlæja á kostnað Færeyinga, þessara sannkristnu, hómófóbísku, skerpukjötsétandi sveitamanna sem eyddu peningum sem ekki voru til í vegi og jarðgöng.
Tvisvar hef ég heimsótt Færeyjar, seinna skiptinu man ég vel eftir. Mér fannst merkilegt að vegirnir voru ekki eins og frá er greint í íslenskum tröllasögum þó vissulega væru þeir allir með bundnu slitlagi. Þeir voru mjóir, oft ein akrein og Færeyingar óku lúshægt. Með naumindum var hægt að smeygja sér í gegnum jarðgöngin sem virtust ekki samkvæmt íslenskum stöðlum. Færeyingum er ekki sýnt um flottheit á sama hátt og okkur mörlöndum. Jeppar voru fáir og húsin lítil, það átti líka við um nýju húsin. Rollur Færeyinga eru sennilega jafnmargar þeim sjálfum. Þó eiga þeir hvorki fjárhús né sláturhús. Engin fljót finnast í Færeyjum, bara lækir.
Sendið Dimmalætting þakkarbréf: redaktion@dimma.fo
Orða frjósöm móðir
Ég heyrði í gær orðið sjálfsgúglun, sem mér finnst velheppnað nýyrði. Orðið lýsir því athæfi að leita að umfjöllun um sjálfan sig með aðstoð leitarvélar.
28.10.08
Líf annarra
Ég las eitt sinn um könnun á því hvað konur sæu eftirsóknarverðast við líf Díönu prinsessu. Þetta er svo langt síðan að hún átti þá líf. Það var ekki prinsessustandið, frægðin, peningarnir, fötin eða skartgripirnir. Flestar öfunduðu Díönu af því að vera mjó. Ekki nema ein öfundaði hana af prinsinum af Wales.
27.10.08
Við stofuhita
Þær mikilvægu upplýsingar láku rétt í þessu frá túpusjónvarpinu mínu að 80% af orkunni úr matnum sem menn borða fari í að halda jöfnum hita á líkamanum. Í krafti þeirrar grunnmenntunar sem íslenska ríkið lét planta í hausinn á mér, tel ég mig geta fullyrt að meiri orka fari í að hita líkamann eftir því sem umhverfi hans er kaldara.
Hér blasir við það einfalda megrunarráð að lækka hitann í íbúðinni um nokkrar gráður. Líkaminn þarf þá að nota meiri orku til að halda á sér hita. Mikilvægt er að spilla ekki megrandi áhrifum kuldans með því að liggja undir ullarteppi í sófanum.
Mér sýnist það spennandi rannsóknarefni fyrir Lýðheilsustofnun (með myndarlegum fjárstyrk frá Orkuveitu Reykjavíkur) hvort greiður aðgangur Íslendinga að ódýrri orku til húshitunar hafi aukið á offituvanda þjóðarinnar.
Hér blasir við það einfalda megrunarráð að lækka hitann í íbúðinni um nokkrar gráður. Líkaminn þarf þá að nota meiri orku til að halda á sér hita. Mikilvægt er að spilla ekki megrandi áhrifum kuldans með því að liggja undir ullarteppi í sófanum.
Mér sýnist það spennandi rannsóknarefni fyrir Lýðheilsustofnun (með myndarlegum fjárstyrk frá Orkuveitu Reykjavíkur) hvort greiður aðgangur Íslendinga að ódýrri orku til húshitunar hafi aukið á offituvanda þjóðarinnar.
Labels:
Manneldi
2008
Skynsamlegt er að hafa meðferðis nesti þegar farið er af bæ. Fleira er nesti en smurt brauð. Úrræðagóð kona sem ég þekki hefur slíkt dálæti á köldum hafragraut að hún hellir honum í plastpoka og geymir í handtöskunni, því hún óttast ekkert meira en að verða svöng þar sem ekki er mat að fá.
26.10.08
Ég lifi í draumi
Þeir sem muna eftir kvikmyndinni Íslenski draumurinn hafa gaman af þessu. Við erum stödd í þeirri mynd.
Timburmenn
Það er afleitt að vera fátækur, en þó sýnu verra ef maður hefur áður verið ríkur. Svona svipað fúlt og að vera feitur en hafa verið mjór. Tvöföld hörmung.
Labels:
Hamskipti
25.10.08
Geislun og plokkun
Meðan góðærið geisaði skuldbatt ég mig til að gangast undir og greiða dýra fegrunaraðgerð í fimm áföngum. Um var að ræða skeggnám á á efri undirhöku og heppnaðist það vel. Færustu sérfræðingar beittu nýjustu lasertækni til að svíða burt búkonuhár sem höfðu spillt útliti mínu þannig ég taldi ekki verða við unað. Kreppan hefur nú haft þau áhrif að ég verð að hverfa aftur á vit lágtækninnar. Ég plokka, en læt ekki plokka mig.
Labels:
Hamskipti
24.10.08
Segðu mér
Geir og Ingibjörg segja að við föllumst ekki á lögskýringar Breta vegna ábyrgðar á Icesave. Ég vil vita hverju Bretarnir eru að halda fram, hverjar þeirra lögskýringar eru. Það á ekki að þurfa að vera neitt leyndarmál hvernig þeir rökstyðja sínar kröfur.
Bíbí fríkar út
Hómer ástargaukur er stressuð týpa ef ekki illa manískur. Samskipti okkar eru satt að segja frekar yfirborðsleg. Yfirleitt virðist hann áhyggjufullur, ringlaður eða æstur, eða allt þetta í senn. Stundum hugsa ég um hve fljótlegt væri að snúa hausnum á honum einn hring án þess að búkurinn fylgdi með. Þófaljónin hafa líka áætlanir um Hómer ástargauk.
23.10.08
Matador
“Farðu aftur á byrjunarreit” var vont spjald. Við erum búin að draga það og í þokkabót fengum við strax á eftir spjaldið “færðu þig aftur um tvo reiti”. Getur verið að næst komi hið hræðilega spjald “það er lagður á þig stóreignaskattur”, en það var hrein eignaupptaka sem lagði fjárhag viðkomandi endanlega í rúst.
22.10.08
Í Versölum
Það er mikil ráðgáta hvað verið er að semja um við Bretana núna. Eitt er víst, þeir sem töpuðu á Icesave eiga aðeins rétt að greiðslum úr Tryggingasjóði, svo langt sem hann nær, en þeir eiga ekki kröfu á íslenska ríkið. Það hefur enginn stigið fram með rök fyrir því að við berum einhverja "þjóðréttarlega ábyrgð" á tapinu á Icesave. Af hverju er þá verið að semja og um hvað er verið að semja?
Geir Haarde sagði í Kastljósinu að það sé okkar túlkun á málinu að íslenska ríkið beri ekki ábyrgð á Icesave, en að fleiri hliðar séu á málinu en sú lögfræðilega. Góð samskipti við Breta séu okkur dýrmæt. Hann tók fram að við þurfum á samvinnu við Breta að halda til að varðveita eignir bankanna sem eru í Bretlandi. Ég skil það svo að Bretar hafi hótað því að leggja þar enn fleiri steina í götu okkar, nema við lofum að borga. Geir sagði einnig að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn setji það ekki beint sem skilyrði að við borgum Bretum, en sjóðurinn vilji að þetta sé "komið á hreint". Ég geri ráð fyrir að Bretarnir séu að nýta sér þessa staðreynd. Þeir gera á okkur óraunhæfar kröfur, vitandi það að við þurfum að koma málinu á hreint til að fá fyrirgreiðslu sjóðsins. Ef þetta er ekki kúgun þá veit ég ekki hvað það er.
Núna eru Bretarnir að hlusta aftur á viðtalið við Geir og þeir heyra í manni sem er ekki alveg fráhverfur því að borga það sem hann er krafinn um. Hann segist "helst vilja" ljúka þessu án þess að skuldbindingar falli á okkur. Það er vægast sagt áhyggjuefni að það komi til álita að láta þjóðina borga eitthvað sem hún skuldar ekki.
Geir Haarde sagði í Kastljósinu að það sé okkar túlkun á málinu að íslenska ríkið beri ekki ábyrgð á Icesave, en að fleiri hliðar séu á málinu en sú lögfræðilega. Góð samskipti við Breta séu okkur dýrmæt. Hann tók fram að við þurfum á samvinnu við Breta að halda til að varðveita eignir bankanna sem eru í Bretlandi. Ég skil það svo að Bretar hafi hótað því að leggja þar enn fleiri steina í götu okkar, nema við lofum að borga. Geir sagði einnig að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn setji það ekki beint sem skilyrði að við borgum Bretum, en sjóðurinn vilji að þetta sé "komið á hreint". Ég geri ráð fyrir að Bretarnir séu að nýta sér þessa staðreynd. Þeir gera á okkur óraunhæfar kröfur, vitandi það að við þurfum að koma málinu á hreint til að fá fyrirgreiðslu sjóðsins. Ef þetta er ekki kúgun þá veit ég ekki hvað það er.
Núna eru Bretarnir að hlusta aftur á viðtalið við Geir og þeir heyra í manni sem er ekki alveg fráhverfur því að borga það sem hann er krafinn um. Hann segist "helst vilja" ljúka þessu án þess að skuldbindingar falli á okkur. Það er vægast sagt áhyggjuefni að það komi til álita að láta þjóðina borga eitthvað sem hún skuldar ekki.
21.10.08
Hvað segir klósettið þitt um þig?
Spyr þýðmælt kona um leið og vatnið fossar yfir harpix eða harpic ilmsteininn. Það mun ekki vera til bóta að hugleiða um of hvert álit aðrir hafa á manni. Þó ég fari ekki til fulls eftir því heilræði, þá hef ég aldrei sokkið svo djúpt að vilja vita hvað klósettið mitt hefur um mig að segja.
20.10.08
Plötulopi verður að hnykli
Amma í Gröf kenndi mér hvernig best er að vefja hnykil. Hreyfingin á öll að koma frá úlnlið þeirrar handar sem heldur um hnykilinn, í mínu tilviki er það vinstri hendin. Ekki á að hreyfa hendina sem heldur við garnið, það er ekki leitt umhverfis hnykilinn, heldur er það hann sem fer í hringi.
Labels:
Hamskipti
19.10.08
Örlæti
Ég heyrði sögu af eldri íslenskum hjónum. Þau eru dugleg að ferðast og njóta lífsins. Fyrir örfáum dögum voru þau í lestarvagni í einu nágrannalandi okkar. Í vagninn kom norsk kona á tíræðisaldri og tóku þau tal saman. Þessi hjón eru ekki mikið tungumálafólk og það átti einnig við þá norsku. Samtalið var því brotakennt en það snérist um þau miklu peningavandræði sem við Íslendingar höfum ratað í. Endaði með því að norska frúin seildist eftir veski sínu og rétti hinum bágstöddu hjónum seðil svo þau mættu kaupa sér máltíð.
Það kæmi mér ekki á óvart þó það yrðu Norðmenn sem á endanum leggðu mest af mörkum við að aðstoða okkur.
Það kæmi mér ekki á óvart þó það yrðu Norðmenn sem á endanum leggðu mest af mörkum við að aðstoða okkur.
18.10.08
Ég er mixari
Þegar ég rýndi í innihaldslýsinguna á Egils Mixinu til að finna hvaða andstyggðar baneitruð litarefni gæfu því sinn neongula lit, sé ég skyndilega að ekki eru nema 24 hitaeiningar í 100 ml af þessum öndvegisdrykk, umtalsvert færri en í meðalgosdrykk. Leit að litarefni var þegar hætt og ekki meira um það að segja.
17.10.08
Varnaðarorð
Þau gefast mörg tækifærin til að vitna í Hannes Finnsson Skálholtsbiskup þessa dagana. Hann var þess fullviss að íslenska þjóðin væri óvenjufljót að fjölga sér á ný eftir hallæri. Eiginlega skil ég ekkert í því að ráðamenn þjóðarinnar hafi ekki tilvitnaðir í hann á takteinum.
Ég opnaði áðan rit hans Mannfækkun af hallærum og við mér blasti á blaðsíðu 107 umfjöllun hans um tengsl óhóflegrar hrossakjötsnautnar og hungurdauða:
Ég opnaði áðan rit hans Mannfækkun af hallærum og við mér blasti á blaðsíðu 107 umfjöllun hans um tengsl óhóflegrar hrossakjötsnautnar og hungurdauða:
Það var segin saga, að hrossakjöts-ætur vóru þeir fyrstu sem á þessum hallæris-árum í harðrétti útaf dóu. Orsökin var augljós, að af því þessi nautn var almennilega álitin óheiðvirð, þóttust þeir, er hana brúkuðu, eigi skyldugir til, vóru eigi heldur svo vandir að breytni sinni, að þeir vildu brúka sómaaðferð og sparneytni í þessari matartekju, heldur a) átu sumir en sjálfdauðu og stundum úldin hræ, er horfallin voru aldrei matarhæf, síðst eptir að þau höfðu hálfdauð með blóði og gori legið eitt og annað dægur eða máske eigi allfá á víðavángi, þó vóru dæmi til, að slík væru etin. b) Tilbúningur, sem nærri má geta, var ekki ætið vandaður. c) Og það sem mest olli bana þeirra, er lögðu sér hrossakjöt sér til munns, óhófið, því þeir, sem í hrossakjötsát lögðust, gjörðu það flestir með græðgi, álítandi sér ekki ofgott eður sparandi, þar sem almenningur kallaði óæti, og því vóru sumir, sem annars höfðu fáa menn í heimili, er á vetri lögðu í búið 20, 30 og fleiri hófdýr, seldu þeir bæði fé, kýr og fisk fyrir ótemjur, sem þá fengust með góðu verði; af því óhófi hlauzt það, að þegar hrossin féllu og fengust eigi lengur, þoldu slíkar manneskjur húngur verr en aðrar, útstóðu meiri pínu og dóu fyrr. Eg efast því um, að hrossakjöt svo brúkað hafi viðhaldið nokkurs enn síður margra lífi.
Labels:
Dauði,
Hætta,
Hrossakjöt,
Sparnaður
16.10.08
BSÍ
Ég spái því að framtíðin verði öðruvísi en spáð er, hún virðist hafa tilhneigingu til þess. Neðan við þessa fínu heilsíðumynd úr tímaritinu Allers familj-journal stendur: Hur en trafikstation kommer att se ut år 1950 - kanhända! Því miður get ég ekki séð hvað myndin er gömul.
Labels:
Framtíðin
15.10.08
Annarra fé
Bankarnir lágu hér í eina tíð undir ámæli fyrir að lána lítt gjaldfærum lántakendum út á ábyrgðarmenn. Það þótti siðlaust að gera út á ábyrgðina en láta sér í léttu rúmi liggja hvort lántakinn gæti greitt.
Sá sem leggur pening á bankareikning er að lána bankanum. Bretar lánuðu Icesaveútibúi Landsbankans út á ábyrgð Tryggingasjóðs, en veltu öryggi bankans minna fyrir sér. Háu vextirnir freistuðu. Nákvæmlega sambærilegt við lánveitingu banka út á ábyrgðarmann.
Icesaveútibú Landsbankans auglýsti sérstaklega upp að Tryggingasjóður okkar ábyrgðist innistæður, þetta er á heimasíðu þeirra:
Sá sem leggur pening á bankareikning er að lána bankanum. Bretar lánuðu Icesaveútibúi Landsbankans út á ábyrgð Tryggingasjóðs, en veltu öryggi bankans minna fyrir sér. Háu vextirnir freistuðu. Nákvæmlega sambærilegt við lánveitingu banka út á ábyrgðarmann.
Icesaveútibú Landsbankans auglýsti sérstaklega upp að Tryggingasjóður okkar ábyrgðist innistæður, þetta er á heimasíðu þeirra:
The first level of protection is provided under the Icelandic Depositors’ and Investors’ Guarantee Fund (www.tryggingarsjodur.is). The maximum protection under this scheme is 100% of the first €20,887 (or the sterling equivalent) of your total deposits held with us.Nú þegar gengið er með fádæma hörku að ábyrgðarmanninum, fyrirtæki hans lagt í rúst og hópur rukkara sendur á heimili hans, er rétt að hann staldri við og skoði vel réttarstöðu sína áður en hann borgar kröfuna upp í topp.
Álagspróf
Innistæður lögaðila, jafnt sem einstaklinga hjá mér eru fullkomlega tryggar og ég hvet viðkomandi til að halda ró sinni. Eiginfjárhlutfall var traust samkvæmt síðasta árshlutauppgjöri og lánalínur standa opnar.
14.10.08
Dyggð
Mig hefur alltaf langað svo óskaplega mikið til að vera dugleg að taka lýsi á morgnana, en það er bara eins og mér sé það ómögulegt nema í nokkra daga í röð, með margra mánaða millibili. Þetta hefur oft vakið upp leiðindahugsanir sem betur hefðu verið óhugsaðar.
Nóg lausafé í Borgarnesi
Ástæða er til að gefa því gaum að á mbl.is má finna fjöldann allan af fréttafyrirsögnum sem veita notalega og langþráða öryggiskennd:
Vélarvana bátur dreginn í land
Hjálpræðisherinn stækkar við sig
Skilorðsbundið fangelsi fyrir kjaftshögg
Íslendingur í frægðarhöll bandaríska sjóhersins
Enn styttist Vestfjarðavegur
Hælisleitendur fá fjármuni
Bolvíkingar efstir á Íslandsmóti skákfélaga
Siv: Þáttur kvenlegra gilda mun aukast
Viðgerð á ljósleiðara hafin
Vélarvana bátur dreginn í land
Hjálpræðisherinn stækkar við sig
Skilorðsbundið fangelsi fyrir kjaftshögg
Íslendingur í frægðarhöll bandaríska sjóhersins
Enn styttist Vestfjarðavegur
Hælisleitendur fá fjármuni
Bolvíkingar efstir á Íslandsmóti skákfélaga
Siv: Þáttur kvenlegra gilda mun aukast
Viðgerð á ljósleiðara hafin
Labels:
Fréttir
13.10.08
Vinstra augað
Mér voru færðar þær fréttir í fyrradag að ég er örveygð. Lítil brella með myndavél var notuð til að leiða það í ljós. Kannski munu þessar upplýsingar breyta töluverðu fyrir mig.
12.10.08
Sparigrís
Ég mun á næstunni miðla fáeinum dýrmætum ábendingum um sparnað í almennu heimilishaldi.
Mikilvægt er að sneiða hjá lífrænt ræktuðum, vistvænum, fair trade matvælum. Of dýrt. Nú er það tilbúni áburðurinn, litarefnin, rotvarnarefnin og skordýraeitrið sem gildir. Ekki má gleyma erfðabreytta gúmmelaðinu.
Reyktar og saltaðar kjötvörur hafa ekki þótt smartar í útrásinni, ég spái því að nú verði breyting á. Fátt jafnast á við bjúgu með uppslubbi.
Einnig skal bent á að ódýrasta magafyllin fæst úr einföldum kolvetnum. Fáið ykkur nammi, pasta, hrísgrjón, kartöflur og hvítasykur.
Mikilvægt er að sneiða hjá lífrænt ræktuðum, vistvænum, fair trade matvælum. Of dýrt. Nú er það tilbúni áburðurinn, litarefnin, rotvarnarefnin og skordýraeitrið sem gildir. Ekki má gleyma erfðabreytta gúmmelaðinu.
Reyktar og saltaðar kjötvörur hafa ekki þótt smartar í útrásinni, ég spái því að nú verði breyting á. Fátt jafnast á við bjúgu með uppslubbi.
Einnig skal bent á að ódýrasta magafyllin fæst úr einföldum kolvetnum. Fáið ykkur nammi, pasta, hrísgrjón, kartöflur og hvítasykur.
Labels:
Eitur,
Hrossakjöt,
Manneldi,
Matur,
Sparnaður
Prinsippfesta
Ég hef fundið fyrir því undanfarna daga að andúð mín á hvalveiðum er einhvernveginn ekki eins megn og hún var. Tilhugsunin um olíuhreinsunarstöðina í Arnarfirði er þó óbreytt, ennþá að minnsta kosti.
11.10.08
Framtíðarspá
Hingað var borið fallegt bréf á góðum pappír. Tilkynning til 17 ára manns um að samtals áunninn ellilífeyrir við 67 ára aldur sé kr. 4.539 á ári eða kr. 378 á mánuði. Lífeyrissjóður verslunarmanna er greinilega hvergi smeykur.
Uppistand
Það var alltaf ákveðin spenna í kringum það í kirkjunni í gamla daga hvort söfnuðinum auðnaðist að standa upp á réttum tíma. Oft var það prestsfrúin sem leiddi og aðrir fylgdu á eftir. Mér finnst í minningunni eins og hún hafi stundum staðið upp með eilitlum þjósti.
Labels:
Hrunamannahreppur,
Jesús
10.10.08
Endurgjald
Ég las sem barn mörg ævintýri sem enduðu á því þegar allt var fallið í ljúfa löð á ný, að sá sem hafði komið illu til leiðar var slitinn í sundur af fjórum óðum hestum eða settur í tunnu með göddum að innan og velt niður brekku eða húðin á bakinu rist í sundur og salti stráð í. Þetta hét að fá makleg málagjöld. Ekki man ég eftir söguþræðinum að öðru leyti.
Labels:
Kreppa
9.10.08
Prjónareglur
Enn einu sinni hef ég brotið mikilvæga reglu sem ég setti til að bæta líf mitt. Þú skalt ekki byrja á peysu áður en síðasta peysa hefur verið kláruð. Ein alerfiðasta reglan. Þegar ég er byrjuð á nýrri peysu langar mig miklu meira í hana en þá sem var næst á undan í röðinni.
8.10.08
Fílabrandari rætist
Í þessari frétt Times frá því í júlí er ábyrgð okkar Íslendinga á Icesave lýst á myndrænan hátt:
Fíllinn er lentur.
It is a bit like relying on a pocket handkerchief as a safety net for an elephant. Very probably, the elephant will never fall. Very probably, the elephant will not be allowed to fall.Frétt Times virðist hafa orðið tilefni þessarar á mbl.is þar sem Halldór J. Kristjánsson bankastjóri segir að vangaveltur um öryggi sparifjár séu "af hugmyndafræðilegum toga".
Fíllinn er lentur.
Nýtilegir málshættir
Uppáhaldsmálshættirnir mínir þessa dagana:
Þeim verður að svíða sem undir míga.
Það kostar klof að ríða röftum.
Grísir gjalda, gömul svín valda.
Þeim verður að svíða sem undir míga.
Það kostar klof að ríða röftum.
Grísir gjalda, gömul svín valda.
7.10.08
Villta vestrið
Bensínið lækkar um ellefukall, það þarf ekki að taka fram að ég var nýbúin að fylla tankinn. Held þó stillingu minni eins og mælt er með.
Ég hef mikið dálæti á skiltum með texta, þetta hér gæti verið gagnlegt í fyrirtækjum þar sem synja þarf fólki um afhendingu á sínu eigin fé.
Ég hef mikið dálæti á skiltum með texta, þetta hér gæti verið gagnlegt í fyrirtækjum þar sem synja þarf fólki um afhendingu á sínu eigin fé.
Labels:
Kreppa
6.10.08
Leap of faith
Þessi mynd er af Eilmer frá Malmesbury, munki nokkrum sem ákvað að hefja sig til flugs. Hann gerði þau slæmu mistök að rugla saman goðsögn og veruleika og mun hafa fallið til jarðar á svipaðan hátt og steinn. Hann dó ekki, en var bæklaður fyrir lífstíð.
Raunar er þetta blaðsíða úr Allers Familj-journal sem komst í mína eigu fyrir löngu síðan í skiptum fyrir eina evru.
Raunar er þetta blaðsíða úr Allers Familj-journal sem komst í mína eigu fyrir löngu síðan í skiptum fyrir eina evru.
Kæru lesendur
Óttist eigi. Ég hef styrkst í þeirri fyrirætlan minni að láta gleðina vera áfram við völd hér á Smjerpinkli, aðeins með örlitlu dassi af örvæntingu, kúgun og geðveiki, en það gengur yfir.
Labels:
Kreppa
5.10.08
Ágrip af sögu stimpilgjalda
Ég hef ákveðið að leggja fyrir mig í meira mæli sagnfræðirannsóknir, með sérstakri áherslu á mína persónu. Stimpilgjöld hafa komið við sögu í mínu lífi með margvíslegum hætti.
Fyrir 25 árum eða svo þinglýsti ég eitt sumar í afleysingum á sýsluskrifstofunni á Selfossi auk þess sem ég útdeildi sektum fyrir umferðarlagabrot í héraðinu, sem ekki var síður lærdómsríkt. Einn af starfsmönnunum hét Ólafur Helgi, hann var töluvert neðar í fæðukeðjunni þá en nú. Þarna lagði ég á stimpilgjöld í fyrsta sinn og límdi litfögur stimpilmerki því til staðfestingar á hin stimpilskyldu skjöl enda óhemju mikilvægt er að skjal beri það greinilega með sér að stimpilgjald hafi verið greitt.
Verðbólga hafði leitt til þess að hinar stimpilskyldu upphæðir höfðu hækkað, en þeirri hækkun hafði ekki verið nægilega fylgt eftir með prentun á stimpilmerkjum með hærra verðgildi. Stundum var því töluvert föndur að líma merkin á skjölin og varð að nýta vel hvern auðan blett. Eftir á að hyggja er langmerkilegast að mér og öðrum þótti þessi iðja bæði sjálfsögð og eðlileg.
Þegar ég hóf síðar að þinglýsa í höfuðborginni, reyndist álagning stimpilgjalda öllu tæknivæddari. Mikil maskína úr pottjárni, af breskri gerð, framleidd 1952, skilaði rauðum ferköntuðum stimplum á hina stimpilskyldu pappíra. Það var þó vandamál að upphæð stimpilgjaldanna steig hratt, en stimpilvélin réði aðeins yfir fimm stafa tölum. Stundum var óhjákvæmilegt að útsvína plöggin með ótal stimplum. Til framfara horfði að fá nýja vél sem stimplaði sex stafa tölur, en samt þurfti stundum að stimpla skjöl í bak og fyrir því upphæðirnar hækkuðu sífellt.
Þyki einhverjum stimpilgjöld vera alger fornöld þá er það einmitt rétt. Því til staðfestingar er meðfylgjandi mynd af matskeið sem ég keypti mér á eBay áður en krónan hrundi. Skeiðin er stimpluð með vangamynd Georgs III Bretakonungs, sem ríkti árið 1816 þegar hún var smíðuð í London. Neðsti stimpillinn með mynd konungsins er til marks um að honum hafi verið goldin tilskilin gjöld af silfrinu.
Að lokum skal þess getið að stimpilgjald af 84 milljarða króna láni með vöxtum hefði orðið kr. 1.260.000.000.
Labels:
Lög
Spilun
Spilarinn sem er inni í höfðinu á mér er alltaf stilltur á repeat, ég vildi að það væri hægt að ýta á play. Lagið sem er spilað núna aftur og aftur er Hangin´ around með Stranglers.
Labels:
Ofskynjanir
4.10.08
Fortíðin kemur
Getur verið að bensín- og bananaskortur muni ríða yfir þessa þjóð? Þið munið stikna, þið munið brenna segir Bubbi á ný. Hvað verður næst, maðkað mjöl? Vísitölubrauð. Greiðið gegn tékka þessum handhafa. Var hann nokkuð svo slæmur þessi Gamli sáttmáli?
Heiðveig
"This is to certify that miss Eyrún Guðmundsdóttir of Icelandic nationality, passport no. A2083584 is a person with no behaviour endangering the peace and order or the security of the state. "
Ætli maður eigi eftir að ganga með svona upp á vasann. Vottorð af þessu tagi er til dæmis hægt að gefa út á grundvelli þessarar nýju spjaldskrár hans Sarkozy um hegðunarmunstur þegnanna.
Ætli maður eigi eftir að ganga með svona upp á vasann. Vottorð af þessu tagi er til dæmis hægt að gefa út á grundvelli þessarar nýju spjaldskrár hans Sarkozy um hegðunarmunstur þegnanna.
Labels:
Framtíðin
3.10.08
Ávöxtun
Fimm punda seðillinn sem hefur flækst hér á milli borða í nokkra mánuði hefur ávaxtað sig vel. Mér fyndist það jaðra við misneytingu að selja hann á þúsund krónur.
2.10.08
Eignarhald á smjöri
Ef smjör gleymist á eldhúsbekk og smágert og úfið munstur sést á yfirborði þess, þá er það óræk sönnun þess að kattartunga hafi komið þar við. Sú regla gildir undantekningarlaust að sleiktur matur er eign þess sem sleikti.
1.10.08
Óhappatilviljun
Án þess að ég geti skýrt það til fulls þá leyndist töluvert af tannkremi í rúlluburstanum sem ég notaði þegar ég blés á mér toppinn í gærmorgun. Það yfirfærðist í hárið og varð þar að hvítum örðum við að þorna. Tannkrem virðist gefa ágæta lyftingu í fíngert hár.
Subscribe to:
Posts (Atom)