2.11.08

Húsfrú Eyrún


Síðasta mynd sem birtist hér á síðunni var af hundi, nú bæti ég um betur og birti mynd af sjálfri mér í hrekkjavökubúningnum.
Það rifjaðist upp fyrir mér hvenær ég var síðast með rúllur. Það þótti ekki við hæfi að fermast með slétt hár. Daginn fyrir ferminguna setti Sjöfn á Hrafnkelsstöðum rúllur í hárið á mér og ég mátti sofa með þær um nóttina. Þar með var ég komin í fullorðinna kerlinga tölu.

2 comments:

Anonymous said...

Gvuð, hvað þetta er æðislegur búningur hjá þér!

Unknown said...

Glæsilegur búningur verð ég að segja. Hélt reyndar að á hrekkjavöku ætti fólk að klæðast einhverju sem myndi hrella gesti og gangandi. Þetta er svo fínt hjá þér að maður verður bara alls ekkert hræddur. Gaman hefði verið að sjá hvernig lagningin tókst.

Sigrún Jóns.