17.11.08
Hagsmunamatur
Innra með mér er háð heilagt stríð. Ég get ekki ákveðið hvort ég á að halda áfram að kaupa dýr brún egg úr hamingjusömum hænum eða hvort ég kaupi framvegis ódýr hvít egg úr þrautpíndum og innmúruðum búrhænsnum sem aldrei líta glaðan dag. Með því að kaupa hvítu eggin tek ég ábyrgð á þeirra ömurlega lífi og ég er ekki viss um að ég treysti mér til að axla þá ábyrgð. Hér vegast á mínir fjárhagslegu hagsmunir og persónulegir hagsmunir hæsnfuglanna.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Hér getur króna gagnast betur en oft upp á síðkastið.
Önnur hliðin brún, hin hvít.
Nú og ef maður er ósammála því sem upp kemur þá er maður búinn að gabba niðurstöðuna út úr sjálfum sér.
Post a Comment