6.11.08
Galdrafár
Einn af þeim 72 sem heimildir eru um að hafi verið drepnir á Þingvöllum var Bjarni Bjarnason, forfaðir minn í 11. lið ef marka má Íslendingabók. Hann var brenndur á báli 4. júlí 1677, þá 62 ára gamall, ekkill sem átti þrjá eða fjóra uppkomna syni. Sama dag var annar maður brenndur á Þingvöllum, sá viðurkenndi að hafa reynt að spekja fé með galdri. Þetta hefur verið ógleymanlegt þing þeim sem sóttu.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Athyglisvert. Þegar ég reyni að rekja mig við hann þá segir Íslendingabók "Enginn skyldleiki fannst".
Ég hefði einmitt haldið að maður frá þessum tíma, sem á annað borð á afkomendur, sé skyldur flestum, ef ekki öllum.
Post a Comment