30.11.08
Um útsendingu jólakorta
Ég ráðgeri að halda í þá hefð að senda jólakortin af stað á síðasta auglýstum "kemst til skila fyrir jól degi" póstsins, nákvæmlega fimm mínútum fyrir lokun þann dag.
Það er mikilvægt sparnaðarráð að senda heimalöguð jólakort. Það virðist ríkja almennur skilningur á að slík jólakort þurfi ekki að vera sérlega falleg. Hægt er að ná fram enn meiri sparnaði með því að búa sjálfur til frímerki á umslögin.
Í minni gömlu heimasveit eru innanhreppsjólakort sett í skókassa á afgreiðsluborðinu í búðinni. Svo tekur fólk einfaldlega sín kort úr kassanum. Þannig komast öll jólakort í sveitarfélaginu ókeypis til skila. Allir eiga erindi í búðina og kerfið virkar fullkomlega. Fyrir utan sparnaðinn þá er miklu fljótlegra að skrifa utan á umslögin, nægilegt að skrifa bæjarnafnið. Þarna hefur pósturinn orðið af miklum tekjum í gegnum tíðina.
28.11.08
Time management
Þetta verður betur skýrt með dæmum. Reglan á vel við þegar soðinn er hafragrautur. Hún á líka við þegar borinn hefur verið litur á augabrúnir sem á að sitja þar í 5 mínútur. Ég get staðfest óæskileg áhrif þess að hafa litinn á í klukkustund. Áður hefur verið fjallað um brunahættu sem getur hlotist af broti á umræddri reglu.
26.11.08
Svartar fjaðrir
Þeir sem hafa brúkað augnabrúnalit vita að lit og festi blandað saman í lítið ílát. Sjálfsagt er til fólk sem þrífur ílátið strax eftir notkun. Aðrir loka páfagaukinn inni á baðherberginu þar sem nefnt ílát liggur á glámbekk með háskalegu innihaldinu.
Mig langar að taka það fram að fangelsun gauksins á baðherberginu var gerð með persónulegt öryggi hans í huga, en þófaljónin vilja hann feigan.
25.11.08
Crosstrainer
Síðasta fullyrðingin er þó sönn þó ekki sé um að ræða óvenjulegan eiginleika hins auglýsta. Minnir mig á þegar auglýst var vatnsheld skúringafata.Það þjálfast allir vöðvar líkamans í einu.
Komdu þér í toppform á fáeinum dögum.
Sama hvernig þú viðrar þá getur þú æft þig inni.
24.11.08
Stefnumót við framtíðina
23.11.08
Faðmlög
21.11.08
Vesserbisserinn
Söngur Vilhjálmsbarna var um alparós, en segja má að sá sem þýddi hafi tekið sér það skáldaleyfi að láta íslenska textann fjalla um aðra jurt en sungið var um upphaflega, enda hefði alpafífill, alpafífill, bögglast illa í munni . Alparós (rhododendron) er runni, oftast sígrænn. Ein slík blómstrar fagurlega á hverju vori í Grasagarðinum.
Edelweiss heitir á íslensku alpafífill, (leontopodium alpinum), það er lítil, hvít og gráloðin planta, heldur óásjáleg. Hún á að geta vaxið hér í görðum.
Edelweiss, Edelweiss
Every morning you greet me
Small and white, clean and bright
You look happy to meet me
Blossom of snow may you bloom and grow
Bloom and grow forever
Edelweiss, Edelweiss
Bless my homeland forever
Alparós, alparós
árgeislar blóm þitt lauga,
hrein og skær, hvít sem snær
hlærðu sindrandi auga.
Blómið mitt blítt, ó, þú blómgist frítt,
blómgist alla daga.
Alparós, alparós
aldrei ljúkist þín saga.
Jólagjafahandbók Eyrúnar
Mér finnst skemmtilegt þegar fylgir með notuðum bókum, jóla- eða tækifæriskort frá fyrri eiganda.
Kortið var stílað á Sigurð Þorsteinsson í Hafnarfirði. Það var inní Búnaðarriti, prentuðu í Fjelagsprentsmiðjunni árið 1900, sem ég keypti í fyrrgreindri verslun. Ég er ekki viss um að svo mörg hjón á Íslandi árið 1948 hafi heitað Ólafía og Guðmundur. Svo vill til að sonur langömmusystur minnar hét Guðmundur Marteinsson, hann átti konu sem hét Ólafía Hákonardóttir. Kannski er kortið frá þeim.Hafnarfirði, 23/8 ´48
Hugheilar hamingjuóskir á afmælisdaginn.
Ólafía, Guðmundur.
Minnir mig á það að ég þarf að lesa meira í þessu Búnaðarriti og jafnvel vitna í það hér.
19.11.08
Minning um hrylling
Þegar ég fór í fyrsta sinn á bíómynd í Flúðabíói sem var bönnuð innan 16 ára þá gekk ég út af henni. Sjálfsagt hef ég verið eitthvað yngri en 16. Ég man vel hvað var svona hræðilegt. Maður og kona voru um borð í bát, þau voru bundin við eitthvað tréverk og að þeim steðjaði mikil ógn. Lítil vélmenni sem litu út eins og dúkkur, gengu skrykkjóttum skrefum í áttina til þeirra og gerðu sig líkleg til að éta þau lifandi. Þessar mannætumorðdúkkur voru með hákarlstennur úr glampandi stáli og skelltu þeim saman ótt og títt. Ég gat ekki hugsað mér að horfa á þetta fólk étið lifandi svo þjáningafullt sem það hlaut að verða, þannig að ég ákvað að forða mér og sagðist þurfa að pissa. Ekki veit ég hvaða kvikmynd þetta var.
Flúðabíó var landsbyggðarbíó sem sýndi heimsfrægar stórmyndir í Félagsheimili Hrunamanna einu sinni í viku, á fimmtudögum, sjónvarpslausum dögum.
18.11.08
Kurl Project
Lýsisraunir
17.11.08
Hagsmunamatur
16.11.08
Bankaleynd
"Landsbankanum er óheimilt lögum samkvæmt að tjá sig um einstök viðskipti eða málefni viðskiptamanna sinna og mun sem fyrr fylgja þeim lögum."
Bankaleyndin virðist þó ekki hindra bankana í að miðla upplýsingum um vanskil viðskiptavina sinna til Lánstrausts (Creditinfo). Þeim upplýsingum geta síðan aðrir viðskiptavinir Lánstrausts keypt aðgang að.
Samkvæmt síðasta starfsleyfi Lánstrausts getur kröfuhafi m.a. tilkynnt skuldara inn á skrá Lánstrausts ef skuldarinn mætir ekki til fjárnáms, þrátt fyrir boðun.
15.11.08
Vinsældir
"Ég get reyndar ekki sagt að ég hafi hagað mér þannig að beinlínis væri fallið til vinsælda, en smám saman fór mér þó að skiljast að auralaus Íslendingur er eitthvert það ómerkilegasta kvikindi sem menn telja sig þekkja við hirð Noregskonunga."
Valur smalur
Áfram Hrunamenn! Tími ránfuglanna er liðinn.
14.11.08
Stafsetning á hættutímum
13.11.08
Búsetusaga
Klemman
Nú þarf að standa upp frá þessu samningaborði þegar í stað.
Hafskip
Ég spái því að svona verði velheppnað aprílgabb 1. apríl 2009:
Flutningaskip strandaði í morgun í Háfsfjöru, hlaðið niðursuðuvörum. Mannbjörg varð. Varningnum skolar smám saman upp í fjöruna, þar sem fjöldi fólks er saman kominn til að næla sér í niðursoðna tómata, kokkteilávexti og fleira sjaldséð góðgæti, þrátt fyrir að Þykkbæingar reyni hvað þeir geta til að hrekja aðkomumenn í burtu. Búist er við að til átaka komi, en Ólafur Helgi Kjartansson sagði í samtali við fréttamann að hann og eini lögreglumaðurinn sem hefur ekki verið sagt upp á Selfossi séu í öðru útkalli.
12.11.08
Veljum íslenskt
Þrotaþjóð
11.11.08
Viðskipti við útlönd
10.11.08
Margvíslegar hættur
Í dag gleymdi ég að læsa klósetthurðinni og hún var opnuð.
Breska heimsveldið
Kapp er best
Ég ákvað strax að nú myndi það ekki gerast, sem kannski gæti gerst, að heimilið yrði lengi án rygsugunar af því ég kæmi því ekki verk að að fara í verslun og kaupa nýja ryksugu. (Ekki leiddi ég hugann að kostnaðarhliðinni, enda lifði ég þá í algleymi neysluhyggjunnar, lánsfjárkreppan var rétt óriðin yfir heiminn). Ég ákvað jafnframt nú myndi það ekki heldur gerast að ný ryksuga yrði keypt en sú gamla þvældist fyrir fótum mér mánuðum saman. Umsvifalaust setti ég gömlu ryksuguna í skottið, fór í Elko og keypti spánýja ryksugu frá viðurkenndum framleiðanda. Á leiðinni heim kom ég við í Sorpu og varpaði þeirri gömlu í gám merktan "allskonar annað drasl". Þegar heim kom setti ég nýju ryksuguna í samband. Það sló út.
9.11.08
Mokið ykkar flór
Það voru ríflega miðaldra menn í Spaugstofunni sem lögðu ungmennum orð í munn í lokaatriðinu í gærkvöldi. Það var hvasst atriði, en vakti upp hugsanir um hvort þau hefðu ekki eitthvað að segja sjálf, að eigin frumkvæði.
8.11.08
Nýr lífsstíll
Hágæða fóðrið er einnig þeirrar náttúru að sá sem það étur, skítur skít sem ekki lyktar eins skítlega og annars væri. Það hefur aukið á mín lífsgæði, því þó að þessar losanir fari oftast fram í blómabeðum, þá kemur einstöku sinnum fyrir að innandyra er lagður mótmælaskítur, helst þegar gleymst hefur að fóðra.
Einu sinni las ég um það að lyfjum með samskonar verkun væri útbýtt á japönskum elliheimilum.
6.11.08
Galdrafár
5.11.08
Óhræsin
Fuglar hafa ekki nema í seinni tíð þótt henta til manneldis í minni gömlu heimasveit og kannski víðar í sveitum og sjálfsagt er ímugustur minn á rjúpnadrápum eitthvað því tengdur.
4.11.08
Er á meðan er
Um vorið 1784 dóu nautpeníngur og sauðfé af liðaveiki, brígxlum og innanmeinum, svo sum innyfli vóru annaðhvort ofsastór eður uppvisnuð og í mörgu gallið óhóflega mikið. Hestar dóu margir fullfeitir; þeir átu þá dauðu, hauga, veggi, stoðir og þil frá húsum; sauðfé át ullina hvað af öðru og dó svo.Hann segir að svona hafi "endakleppurinn" lýst sér, þ.e. veturinn 1784-1785:
Niðurstaða mín er í stuttu máli sú að þrengingar íslensku þjóðarinnar nú séu ekki sambærilegar við Móðuharðindin, að minnsta kosti ekki enn sem komið er.Á manneskjum var húngur og sultur með öllum þeim sjúkdómum sem þar af rísa, einkum blóðsótt, skyrbjúg og hettusótt. Svo algengt var húngrið að sá á fjölda presta og beztu bænda. Þjófnaður og ránsháttur úr hófi, svo eingi mátti vera óhultur um sitt. Þetta var landsins almennt ástand, en þarvið bættust á einstöku stöðum önnur og fleiri bágindi. Í Holta-sveit í Rángárvallasýslu, Hreppum, Biskupstúngum, Skeiðum og neðarlega í Flóa gjörðu jarðskjálftar þ. 14. og 16. Augusti í beztu heyskapartíð stóran skaða. Féllu bæir víða gjörsamliga og niðurbrotnuðu, búsgagn og matvæli spilltust. Stórrigníngar komu, svo það sem fólk neyddist til að klaungra upp af húsum var til kostnaðar, en aungrar frambúðar, hlaut þó strax um sláttinn að gjörast.
Mannskæð sótt gekk þenna vetur, sem vissulega ekki að öllu leyti orsakaðist af atvinnuleysi; var mannfellir svo stór, að í meðalmáta sókn, hvar árlega vóru vanir að burtkallast 20 manneskjur, dóu nú yfir 200, sumstaðar dóu faðir og móðir frá börnunum; fundust svo börnin nær dauða komin og sum útaf dáin, þegar einhvör af öðrum bæ kom af hendíngu að; og tilbar að fundust í einu 10 manneskjur af húngri og máttleysi, sín í hvört sinn og á ýmsum tímum, úti orðnar á veginum frá Krísuvík og Grindavík til Njarðvíkanna eður Vatnsleysu-strandar.
Brennið þið bílar
"Ef hið yfirveðsetta ökutæki brennur til kaldra kola, er skuldari laus allra mála."
3.11.08
Aðgöngumiðinn
Gjaldmiðillinn
2.11.08
Húsfrú Eyrún
Sendiferðir
Eitt af þvi sem maður varð að gera reglulega var að sækja kartöflur í kjallarann í gamla bænum. Þar var margt sem vakti ótta, verst var myrkrið. Kartöflurnar þurftu endilega að vera innst í kjallaranum. Það versta sem fyrir gat komið var að putti lenti á kaf í kartöflumömmu sem leyndist í kartöflupokanum, sá hryllingur gleymist aldrei.
Lyktin í kjallaranum var köld, aðeins rök og mygluð moldarlykt. Alltaf eins. Síðasta vor var ég á ferð í Frakklandi og kom þar í vínkjallara, mörg hundruð ára gamlan. Þar var nákvæmlega sama lyktin.