31.10.08

Áhættumat

Lyftan á mínum vinnustað bilar svona tvisvar í viku þessa dagana. Reglulega hljómar viðvörunarbjallan sem segir að einhver sé fastur í lyftunni. Það er löngu hætt að valda uppnámi. Ósjaldan hanga uppi a4 blöð með stóru letri "lyftan er biluð". Þegar ýtt er á hnappinn berast skruðningar og skellir til eyrna á meðan lyftan er að ákveða hvort hún ætlar upp eða niður.

Lyftan er frá heimsþekktum þýskum framleiðanda, Schindler að nafni, og í henni er tilkynning um að hún hafi staðist reglubundnar prófanir Vinnueftirlits ríkisins.

Ég tek lyftuna oft á dag. Það gera allir.

2 comments:

Anonymous said...

Schindler's lift?

Ég tók hana aldrei meðan ég vann þarna. Ég vann reyndar bara á 2. hæð.

Rúna said...

Himinn og haf er á milli annarrar og þriðju hæðar. Blað skilur bakka og egg.