Spánarsnigillinn á baksíðu Moggans í dag er meira en 10 cm langur og eftir því gildur. Aumingjagæska mín er alltumfaðmandi, en nær ekki til Spánarsnigla. Þeir munu ekki kemba hærurnar í mínum garði.
22.7.08
Skrímsli á Íslandi
Hvernig drepur maður Spánarsnigil? Því hefur ekki verið svarað. Það er sennilega svipað því að stíga ofan á banana að ætla að trampa hann í hel. Ætli verði ekki að skjóta hann.
Labels:
Dýraplagerí,
Einelti,
Fordómar,
Húsráð,
Morð,
Sniglaveisla
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Þú getur kíkt á berlingske.dk, þar er hægt að sjá Dani rífast um hvernig best er að losa sig við drápssniglana illu. Danskir garðeigendur eru greinilega flestir hugmyndaríkir sadistar. Sumir safna sniglunum í fötur og hella yfir þá bjór, sjóðandi vatni eða saltpétri, aðrir klippa þá í sundur eða gefa þeim raflost og enn aðrir verða sér út um endur eða sníkjudýr sem nærast á holdi sniglanna. Og sumir skjóta þá. Það er ekkert grín.
Bullandi dýraplagerí í Danaveldi. Hrikaleg þessi sem þræddi þá uppá prjónana sína.
Post a Comment