10.7.08

Viðskipti mín við Rússland

Það fyrsta sem ég keypti á netinu fyrir 6 árum eða svo, voru fræ sem ég pantaði af þessari síðu sem kona nokkur í Rússlandi heldur úti. Hún heitir dr. Alexandra Berkutenko. Viðskiptin byggðust á trausti, ég sendi henni tölvupóst og sagði henni hvað ég vildi fá og hún sendi mér umslag með fræjum. Þegar þau voru komin póstaði ég til hennar umsamdan dollarafjölda í reiðufé. Ég sé núna að hún er búin að taka upp evru. Frekar ótæknivætt kerfi hjá frúnni en virkar þó.

Þessi kona safnar fræjum af óteljandi tegundum villtra jurta í austasta hluta Rússlands og Síberíu og sendir þeim sem vilja. Frekar merkileg starfsemi. Hún hefur komið til Íslands og einhverjir Íslendingar hafa heimsótt hana til Rússlands.

Netinnkaup mín jukust uppfrá þessu jafnt og og þétt, með fulltingi íslensku krónunnar, en nú er öldin önnur, hér hefur póstmaður ekki hringt bjöllu mánuðum saman.

No comments: