15.7.08

Kæfandi

Roger Moore nærir sig ekki á fois gras, það ætti enginn að gera.

Þeir sem upplifa nú skortsins glímutök og hafa ekki lengur efni á að éta fois gras, geta einfaldlega sagt að þeir afþakki hana af prinsippástæðum.

Í staðinn er óhætt að mæla með íslenskri kæfu, soðinni af kindum sem lifðu hamingjuríku lífi. Hér er uppskrift úr matreiðslubók Jóninnu Sigurðardóttur, sem gefin var út í fjórða sinn á Akureyri 1943:

10 kg kindakjöt
3 kg mör
150 g laukur
300 g salt
pipar
kryddblendingur
negull

Kjötið er skafið og þvegið, soðið í vatninu með saltinu í 3-4 klst. eða þar til það er soðið í mauk og allt vatnið gufað upp. Bezt er að láta kæfuna sjóða í opnum pottinum seinustu 2 klst. Þess verður að gæta, þegar soðið minnkar, að ekki brenni við. Þegar kæfan er soðin er hún látin kólna. Laukurinn sem er saxaður smátt, er látinn í ásamt kryddinu. Öll beinin tekin úr og kæfan hnoðuð þar til hún er köld, hvít og smágerð.

Hægt er að einfalda þessa uppskrift: Hálf rolla soðin í hálfan dag.

No comments: