Ég komst að því nýlega að 17 ára ungmenni mér nákomið hafði aldrei heyrt orðaröðina: vömb, keppur, laki, vinstur. Þó er hann útskrifaður með sóma úr grunnskóla reknum af íslenska lýðveldinu. Hafði þó einhvern pata af því að beljurnar "ældu". Ja hérna, hverskonar menntun er þetta eiginlega í þessum skólum nú til dags. Ég setti á langa tölu um hina stórmerku meltingu jórturdýra.
Svona runur límdust fastar í hausnum á manni í barnaskóla og haggast ekki: Dýrunn, Iðunn, Ingunn, Jórunn, Ljótunn, Steinunn, Sæunn, Þórunn.
2.7.08
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment