28.7.08

Góður farþegi


Ég var eini farþeginn áðan með áætlunarflugi frá Bíldudal til Reykjavíkur með flugfélaginu Örnum. Ég baðst afsökunar á því að vera eini farþeginn, en konan í afgreiðslunni sagði að það væri allt í lagi. Flugmaðurinn bar töskuna mína úti vélina. Þegar þangað var komið ávarpaði flugstjórinn mig: Góður farþegi. Horfði í augun á mér á meðan hann sagði mér hver væri áætlaður flugtími til Reykjavíkur, hvar neyðarútganga væri að finna og að vænta mætti lítilsháttar ókyrrðar við flugtak og lendingu. Svo sagði hann mér sitthvað fleira. Mér fannst ég vera dýrmætur viðskiptavinur.

No comments: