1.7.08

Mýs og menn


Í mínu tveggja íbúða fjöleignahúsi er sambýli fjögurra tegunda spendýra, homo sapiens sapiens, felis silvetris catus, canis lupus familiaris og mus musculus. Stofnstærð síðastnefndu tegundarinnar er þó óþekkt. Sambúð þessi er ákveðið afbrigði fjölmenningarsamfélags þar sem tegundirnar hafa allar nokkuð til síns ágætis og auðga líf hverrar annarrar, með einni undantekningu þó.
Mikið öfugmæli er að tala um músarhjarta. Það þarf mikið hugrekki hjá mús til hreiðra um sig undir tröppunum í húsi þar sem búa tveir kettir. Reyndar er líf músa einn samfelldur lífsháski. Kettirnir eru þaulsætnir við holumunnann og erfiður dauði bíður þeirrar músar sem hættir sér út.
Ólíkt er öruggara að vera mannskepna hér í húsinu, svo öruggt að lafhægt er að komast í gegnum það líf án hugrekkis.

No comments: