6.7.08

Eyrún með svörtu eyrun


Íslenski hesturinn er þrautseig skepna og hann er merkilega léttur, að meðaltali aðeins 400 kíló að þyngd. Það þýðir að ef knapi og hnakkur eru samtals 100 kíló, og þeir eru örugglega margir þyngri, nemur það 1/4 af þyngd hestsins. Ég myndi ekki vilja hlaupa með [...] kíló á bakinu. Auðvitað segi ég ekki hve mörg kíló ég myndi ekki vilja hlaupa með.

Það er liðin tíð að hestar hétu Faxi, Skjóni, Þokki, svona hefðbundnum sveitalegum hestanöfnum. Nú heita þeir smart nöfnum: Aladín, Helmingur, Dósent, Gídeon, Tíska, Dýnus, Firra, Rólex, Losti (ekki stóðhestur), Ískristall, Tývar. Það virðist engin hestanafnanefnd starfandi. Rannsóknarefni hvort sambærileg þróun hafi orðið á hestanöfnum og mannanöfnum.

Vinsælt er að gefa hrossunum mannsnafn, myndin er af henni Eyrúnu frá Velli. Svona lit hef ég aldrei séð, ætli megi segja að hún sé svarteyrð. Mér finnst ekkert fyndið að kalla hana Eyrúnu.

No comments: