Mér finnst það næstum alltaf mikil ánægja og heiður þegar blóm sá sér sjálf í garðinn, ég er með fullt af þannig gestum eða hælisleitendum hjá mér, sumt eru viðurkenndar garðjurtir annað má frekar kalla illgresi. Það er engin ástæða til að vera með ofstjórn í garðræktinni, það er sjálfsagt að viðhafa þar ákveðið íbúalýðræði. Þannig verður garðvinnan þægilegust. Stjórnlyndi og forsjárhyggja á illa við í garðrækt eins og þeirri sem ég stunda.
Myndin er af miklu eftirlætisblómi hjá mér, það heitir fingurbjargarblóm og á latínu digitalis purpurea. Digitus mun þýða fingur á latínu. Þetta er frábærlega falleg tvíær jurt sem blómstrar á seinna árinu. Viðheldur sér og gott betur en það með sáningu án þess að ég þurfi mikið að skipta mér af því. Þó hún sé há í loftinu, þarf ekki að binda hana upp hér í logninu í Vogahverfi. Sem er ágætt því mér leiðist að binda prik við garðplöntur, þær sem ekki hanga uppi að eigin rammleik verða bara að liggja. Ég fékk eina eða tvær smáplöntur hjá nágrannakonu minni fyrir nokkrum árum og síðan hefur þessi planta unnið að því að leggja minn garð undir sig og ég kvarta ekki. Býflugur eru afar hrifnar af þessari plöntu, eins er um Breta, þeir kalla hana foxglove.
En enginn er algóður. Plantan er baneitruð, úr henni hefur verið unnið hjartalyfið digitalis í 200 ár eða svo. Ég man eftir að hafa sé eina breska morðgátumynd, með Barnaby eða einhverjum svipuðum starfsbróður hans, þar sem í ljós kom að kerlingarflagð eitt hafði byrlað mönnum eitur sem hún bruggaði úr fingurbjargarblómi sem óx í hennar skrúðgarði og það fór ekki framhjá hinum glögga verði réttvísinnar.
Fingurbjargarblómin mín munu í haust framleiða ókjörin öll af fræi, sem velkomið er að sníkja af mér.
Myndin er af miklu eftirlætisblómi hjá mér, það heitir fingurbjargarblóm og á latínu digitalis purpurea. Digitus mun þýða fingur á latínu. Þetta er frábærlega falleg tvíær jurt sem blómstrar á seinna árinu. Viðheldur sér og gott betur en það með sáningu án þess að ég þurfi mikið að skipta mér af því. Þó hún sé há í loftinu, þarf ekki að binda hana upp hér í logninu í Vogahverfi. Sem er ágætt því mér leiðist að binda prik við garðplöntur, þær sem ekki hanga uppi að eigin rammleik verða bara að liggja. Ég fékk eina eða tvær smáplöntur hjá nágrannakonu minni fyrir nokkrum árum og síðan hefur þessi planta unnið að því að leggja minn garð undir sig og ég kvarta ekki. Býflugur eru afar hrifnar af þessari plöntu, eins er um Breta, þeir kalla hana foxglove.
En enginn er algóður. Plantan er baneitruð, úr henni hefur verið unnið hjartalyfið digitalis í 200 ár eða svo. Ég man eftir að hafa sé eina breska morðgátumynd, með Barnaby eða einhverjum svipuðum starfsbróður hans, þar sem í ljós kom að kerlingarflagð eitt hafði byrlað mönnum eitur sem hún bruggaði úr fingurbjargarblómi sem óx í hennar skrúðgarði og það fór ekki framhjá hinum glögga verði réttvísinnar.
Fingurbjargarblómin mín munu í haust framleiða ókjörin öll af fræi, sem velkomið er að sníkja af mér.
No comments:
Post a Comment