13.7.08

Vinsamlegast takið númer

Hún er sterk sú mannlega tilhneiging að vilja bæta það sem aflaga fer með því að setja um það reglur. Ég hef oft sett reglur á heimili mínu, bæði skriflegar og svo aðrar sem hafa átt að varðveitast í munnlegri geymd. Fremur sjaldan hafa þær náð markmiði sínu um að breyta hegðun á heimilinu, þær hafa verið brotnar, beygðar og mistúlkaðar af algeru virðingarleysi. Þó hafa þetta verið góðar reglur og mikil samstaða verið um gildistöku þeirra.

Uppáhaldsreglan mín í lögreglusamþykkt Reykjavíkur er þessi:

Þegar fjölmenni safnast saman á almannafæri við biðstöðvar almenningsvagna, miðasölur, veitingastaði, verslanir og aðra afgreiðslustaði, skal fólk að jafnaði raða sér þannig að þeir, sem fyrstir koma, fái fyrstir afgreiðslu.

Altsvo: Það er bannað að troðast fram fyrir annað fólk í Reykjavík -að jafnaði.

No comments: