5.7.08

Við freistingum gæt þín og falli þig ver

Ungbarn mér nákomið verður skírt til kristinnar trúar núna á eftir og ég fékk það verkefni að sækja skírnarkökuna í bakaríið og á að taka hana með mér austur fyrir fjall. Er kakan nú í minni vörslu. Hún er í ógegnsæjum kassa sem er límdur aftur með límbandi, ekki mjög tryggilega. Stúlkubarnið í bakaríinu, eiginlega nýskírð sjálf, áminnti mig mildilega um að ég mætti ekki kíkja í kassann og sjá nafnið. Sá sem bað mig fyrir kökuna hafði hinsvegar sagt mér að nafnið væri ekki á kökunni, það var semsagt skrök og skortir greinilega á að viðkomandi treysti minni sjálfsstjórn. Reynir nú á.

Stúlkan óskaði mér til hamingju með barnabarnið um leið og ég fór út.

1 comment:

Anonymous said...

þessi frásögn kætti mig, amma gamla