Horfði á þáttinn um Aþenu áðan á ríkinu. Þeir drápu Sókrates með seyði af óðjurt, sem svo er nefnd uppá íslensku. Eitrið veldur vöðvalömun.
Jurtin er af sveipjurtaætt rétt eins og hinn armi skógarkerfill sem veður uppi hérlendis, enda má sjá af myndinni af hún er nauðalík kerflinum. Einnig er hún skyld dilli, gulrótum, steinselju, fennel, koriander, kúmeni, hvönn og fleiri plöntum sem eiga það sameiginlegt að blómin mynda sveip.
1 comment:
Þetta er flott
Post a Comment