30.9.08
Línuleg hugsun
Lánalína mun vera tilboð lánveitanda um að veita lánafyrirgreiðslu með tilteknum kjörum á tilteknum tíma. Það virðist mikilvægt að eiga töluvert af slíkum vilyrðum í safni sínu til að geta valið það besta þegar fjár er vant.
Þetta virðist í fljótu bragði fullkomlega sambærilegt við margreyndar og sannprófaðar aðferðir við samningagerð á öldurhúsum. Tilboðum um fyrirgreiðslu er þar veitt viðtaka og síðan eru þau metin þegar nær dregur lokun, með hliðsjón af framboði og eftirspurn á markaði, samningi er landað og hann efndur in natura.
Greinilegt er að lánalínur geta verið til skamms tíma og kallast þá gjarnan lausafjárlínur, en geta einnig falið í sér skuldbindingu til lengri tíma. Langtímalína væri lýsandi orð yfir slíkt, en virðist ekki hafa náð útbreiðslu.
29.9.08
Aðgát skal höfð
Eitt verð ég þó að segja í tilefni af forsíðufrétt Fréttablaðsins um gríðarlega eftirspurn á sláturmörkuðum. Þeir markaðir munu vera mjög líflegir og líklegt að verð á slátri og vörum til sláturgerðar fari hækkandi í samræmi við lögmálið sígilda um samspil framboðs og eftirspurnar.
Ég bendi á að það eru ennþá jafnmargar hitaeiningar í lifrarpylsunni og blóðmörnum og hingað til hafa verið. Enginn samdráttur þar. Ekki færri en 400 hitaeiningar eru í 100 grömmum. Hundrað gömm af slátri er ekki stór biti.
28.9.08
Ég sagði það
27.9.08
Skemmtiferðir
Þannig vekur nýjasta tilraunaverkefnið um samstillingu beiðslis hjá mjólkurkúm með aðstoð hormónalyfja mikla forvitni og eftirvæntingu því að vel getur verið, að hér sé í augsýn lausn á því vandamáli, þegar kýr fá ekki fang vegna dulbeiðslis, eða þegar þær halda ekki uppi yxnmálum.
26.9.08
Flugferðir
25.9.08
Handrukkari í heimsklassa
24.9.08
Samband hefur náðst við raunveruleikann
23.9.08
Fundið fé
Ástæðan fyrir þessu var sú að ég rifjaði upp af litlu tilefni smá óhapp sem ég varð fyrir og tengdist nokkrum rabbarabaraleggjum sem ég uppskar snemma sumars og varpaði í skottið. Því miður átti ég ekki næst erindi þangað fyrr en um haustið.
22.9.08
Eitt samsærið enn
Yfirleitt fylgir mynd af þurrkara með kross yfir. Skil ekki hvað hægt er að selja mikið af þurrkurum, það finnst varla flík sem virðist þola vistina þar. Svo er klykkt út með "dry flat" eða "stretch to shape". Hvar á maður að breiða úr öllum þessum blautu fötum? Á gólfið kannski? Ég sé kettina í anda taka krók framhjá.
Sennilega er þetta eitt allsherjar samsæri. Hér er ekki hægt að gera neitt rétt. Það er hægt að skipta öllum þessum skilaboðum út fyrir þessi: Ef flíkin skemmist í þvotti þá er það þér sjálfri að kenna.
Það eru þó til ein skilaboð af þessum toga sem ég fagna ævinlega og er ekki í minnstu vandræðum með að fara eftir, sjá mynd.
21.9.08
Hagfræði
Rannsóknir mínar hafa leitt í ljós að þetta lýsir sér svona:
Ég fæ lánaða bók á bókasafninu og sel hana á 300 kr. í þeirri von að geta keypt sömu bók í Góða hirðinum á 200 kr. áður en skiladagur kemur á bókasafninu.
Um hrikalega lengd eilífðarinnar
Fyrir austan sól og vestan mána er fjall og á hundrað ára fresti kemur lítil fugl og brýnir nefið á fjallinu. Þegar fjallið er sorfið í burtu þá er liðið eitt andartak eilífðarinnar.
Sjálfsagt hefur þetta verið orðað á fegurri hátt í sögunni en ég man þetta alltaf svona. Þegar ég las þetta sem barn þá þyrmdi yfir mig.
20.9.08
Hendistefna
19.9.08
Misminni um húsráð
18.9.08
Mannfækkun af hallærum
Nú á krepputímum er gott að líta í þessa bók sér til hjálpræðis. Hannes telur að Íslendingar séu fljótari en aðrir að ná sér upp eftir hallæri:
Ísland fær tíðum hallæri, en ekkert land í Norðurálfunni er svo fljótt að fjölga á ný manneskjum og bústofni sem það, og er því eigi óbyggjandi.Hannes bendir á nauðsyn þess að koma fátæklingum nógu fljótt til hjálpar:
Það er til lítils að lækna áfallna fátækt, nema undir eins sé komið í veg fyrir þá áfallandi. Við uppsprettu skal á stemma, en eigi að ósi; svo kostar miklu minna að hjálpa fátækum fyrst, þá þeir komast á knén til falls, en reisa þá á fætur, eftir að þeir eru dottnir um koll. Þegar þeir fyrst eru komnir á vergang verða þeir úr því sjaldan til nota, en draga marga aðra með sér, og þá þarf miklu meira þeim til bjargar en áður.Þetta skrifar maðurinn fyrir ríflega 200 árum.
Erfiðleikar í heimilishaldi
17.9.08
Þeim verður að svíða
16.9.08
Ábyrgð
15.9.08
Á réttum Kili
Helgardvöl
14.9.08
Endurance
Á Aðalvídeóleigunni fékkst uppúr 1980 spóla með þessu nafni, innihélt japanskt afþreyingarefni úr sjónvarpi. Spólan var tekin til sýninga á heimili á Bergstaðastræti sem ég kom stundum á. Ég hef ekki orðið jafngóð eftir að hafa horft á þetta. Japanir að pína sjálfa sig og aðra af einlægri hjartans lyst. Þeir gangast glaðir undir óskiljanlegar píslir. Þetta ættu allir að sjá, útvíkkar reynsluheiminn töluvert. Ef þessi spóla er einhversstaðar til í dag þá er það sennilega í Laugarásvídeói.
13.9.08
Hvítárnes
12.9.08
Meira um merkingar
Þarna geta áhugasamir kynnt sér hvernig markið mitt lítur út. Það er hvatt hægra og tvírifað í heilt vinstra. Númer 25 og 46 á myndinni.
Í markaskránni er þess getið að mikilvægt sé að menn eigi ekki sammerkt við einhvern sem býr nærri, vegna hættu á misdrætti. Ég held ég eigi ekki sammerkt við neinn.
Lífsleikni 101
11.9.08
Merking
Kannski var húsfélagið bara að setja upp nýja póstkassa og bjöllur.
Undir háfjallasól
Næstu dagar og vikur voru litrík. Ég var skaðbrunnin allan hringinn niður að hnjám. Fyrsta daginn var skærbleikt ríkjandi litur, síðan yfir í rautt, blóðrautt, pósthúsrautt, nautakjötsrautt og jafnvel fjólublátt á köflum. Þegar hámarksbruna var náð komu fram nýjir litir, indíánarautt, múrsteinsrautt, rauðbrúnt og yfir í rónabrúnan leðurlit. Svo byrjuðu hamskiptin. Dökkbrúna leðrið datt af í stórum stykkjum og undan kom í ljós kom nýr rauður litur, hann varð síðan brúnn, flagnaði aftur og og undan kom aðeins ljósari rauður litur og þannig koll af kolli. Ég var skjöldótt vikum saman og var að sjálfsögðu kölluð Rúna brúna allt þetta sumar og jafnvel lengur.
Þetta var alveg órúlega vont. Ef þetta gerðist í dag myndi ég vilja leggjast á spítala með morfín í æð. Ég fór ekki til læknis og lá bara fáeina daga undir laki heima. Mamma smurði á mig einhverju sem læknirinn sendi með rútunni. Þetta sumar gekk ég í víðum fötum og notaði nærbuxur af pabba.
Ég þótti ekki nógu frambærileg til að servera í sal svona útlítandi (það var svo hár standardinn á Hótel Flúðum) en var höfð lengi í eldhúsinu. Ég man hvað það var óþægilegt þegar ég tók fulla grind af heitu leirtaui út úr Hobart vélinni og sjóðandi gufan réðist á mig.
Ummerkin voru greinileg í mörg ár og sjást aðeins ennþá. Ég hef ekki orðið almennilega hvít aftur. Þetta var ekki í síðasta sinn sem ég notaði háfjallasólina og ekki í síðasta sinn sem ég brenndi mig í henni.
10.9.08
Rúsínufræði
9.9.08
Less is a bore
8.9.08
Grámosinn gugginn
Hver mosaplanta getur verið mörg hundruð ára heyrði ég að Sigurður H. Magnússon plöntuvistfræðingur sagði. Hann er náfrændi minn og kenndi mér líffræði í Flúðaskóla þannig að gleymist ekki. Ég ber afskaplega mikla virðingu fyrir gömlum lífverum. Ekki síst þeim sem vaxa á steinum og þessvegna veitti ég þessu sérstaka athygli. Besta fréttin um mosaeyðinguna er auðvitað á vef Náttúrufræðistofnunar. Þar segir að afar líklegt að um mengun sé að ræða og að öllum líkindum brennisteinsvetni.
7.9.08
Partasalan
Það væri samt svekkjandi að vakna upp hinumegin og frétta að maður sé ekki gjaldgengur þar af því mikilvæg líffæri voru brottnumin.
Nei því miður, hér inni er gerð krafa um að fólk sé í heillegu standi, svona eru bara reglurnar, þetta hefur alltaf verið svona. Lastu ekki kynningarefnið? Nei það eru ekki gerðar undantekningar. Það er bara ekki hægt. Computer says no.Ef maður kemst yfir þessar áhyggjur og ákveður að taka sjensinn á líffæragjöf, þá er upplagt að melda það til Sigurðar landlæknis eins og hann býður uppá hér.
6.9.08
Kaloríusmygl
5.9.08
Drápssniglarnir koma
4.9.08
Leirgerður
3.9.08
Ég merki fé
Hvatt þýðir að eiginlega er eyrað látið enda í oddi. Tvírifað í heilt eru tvær samsíða lóðréttar rifur oní eyrað. Ég er fegin að markið mitt er ekki með neinu til hægri eða vinstri af því það er ekki mín sterka hlið að þekkja hægri frá vinstri og allra síst á kind.
Ef einhver finnur sauðkind með þessu marki þá á ég hana. Ég ætla í réttirnar um næstu helgi að leita.
Hollvinasamtök yfirgefin
2.9.08
Undir áhrifum
Mig langar líka alltaf í hreingerningarefni sem á undraverðan hátt fjarlægja gamalgróinn og innmúraðan skít. Það veitir mér einhverja vellíðan að sjá glampandi hreina rönd birtast undan tuskunni sem danska konan beitir svo áreynslulaust. Ég vil gera eins og hún. Mig langar í Cillit Bang.