1.2.09

Frakkland - Króatía

Auðvitað er mikilvægara fyrir þjóðina að horfa á þessar ágætu þjóðir spila handboltaleik, en að horfa á blaðamannafund og heyra hvað nýji forsætisráðherrann hefur að segja.

Eitt augnablik eftir að skipt var yfir á handboltann hélt ég að "tæknin væri aðeins að stríða okkur" en svo rann hinn bitri raunveruleiki upp fyrir mér. Við svona uppákomur magnast upp efinn um að þessi ríkisrekni fjölmiðill sé peninganna virði.

Núna er staðan 18-18 í leiknum. Spennan er óbærileg. Fernandez er kominn inn á aftur hjá Frökkum.

No comments: