24.2.09

Gullfoss í Hrunamannahreppi

Margt góðra gripa var til sölu í Kolaportinu á sunnudaginn var. Ég stóðst ekki þá freistingu að kaupa árbók Ferðafélags Íslands 1956 þar sem fjallað er um Árnessýslu milli Hvítár og Þjórsár. Gísli Gestsson reit. Hún kostaði 500 krónur.

Rétt er að halda því til haga að mér tókst að neita mér um ótalmargt sem mig langaði að kaupa, þar á meðal voru frosnar fiskibollur, mynd af Maríu mey með barnið og allnokkrir gullfallegir mokkabollar.

Í árbókinni segir:
Vissulega er betra að skoða Gullfoss vestan ár, en enginn þekkir þó Gullfoss, sem hefur ekki séð hann frá báðum hliðum. Landslagið neðan fossins þykir mér fegurra austan árinnar, og einnig nýtur gljúfrið sín betur úr þeirri átt.
Ég hef alltaf farið út í Tungur til að skoða Gullfoss en auðvitað á það að vera metnaðarmál fyrir Hrunamenn að skoða hann frá sinni hlið.

No comments: