Læknar á St. Jósefsspítala virðast hafa komið ár sinni vel fyrir borð og eru með afkastahvetjandi launakerfi. Aðrir starfsmenn spítalans eru það ekki.
Þetta var líka svona í sláturhúsinu í Laugarási í gamla daga. Fláningsmennirnir, unnu í akkorði og fengu greitt eftir afköstum, en þeir sem voru á eftir þeim á færibandinu, voru á tímakaupi. Ef maður setur sig í spor vinnuveitandans, þá er þetta ansi snjallt fyrirkomulag. Stundum spurðist út að morgni að fláningsmenn ætluðu sér að ná metafköstum þann daginn. Það var ekki vinsælt hjá tímavinnumönnum.
Einu sinni þáði ég læknishjálp á nefndum spítala. Ég man eftir að hafa verið beðin að skrifa undir yfirlýsingu því til staðfestingar að læknir hafi rætt við mig um fyrirhugaða læknisaðgerð, og að ég gerði mér grein fyrir mögulegri áhættu af henni. Ég hafði ekki haft tal að lækni á stofnuninni þegar þetta var, en ég þorði ekki annað en að skrifa undir af ótta við að læknisverkið lenti í uppnámi.
13.2.09
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment