4.3.09

Ofurkraftur

Ég finn fyrir því að líkamsræktin sem ég er nýbyrjuð að stunda ýtir undir mikilmennskubrjálæði. Alveg blygðunarlaust stíg ég á brettið og geng þar á hraða 5,3, þó mér til hvorrar handar hlaupi íturvaxin ofurmenni og –kvendi á hraðanum 12,5.

Um daginn þegar ég ýtti á takkann á bíllyklinum, slokknaði umsvifalaust á öllum ljósastaurunum á bílastæðinu fyrir utan ræktina.

No comments: