Oft er fullyrt að engin lykt sé betri en sú af ungbörnum og er þar átt við nýþvegin ungbörn. Þetta er ekki í öllum tilvikum rétt. Ekki sjaldan hittir maður smáfólk sem angar langar leiðir af mýkingarefnum en lyktin af þeim er stæk. Óskiljanlegt er að vilja setja bláa, gula eða bleika ilmefnadrullu í síðasta skolvatnið, ég get ekki séð að þvotturinn komi hreinn úr vélinni eftir slíka meðferð. Ég þekki konu sem er í stökustu vandræðum með að knúsa barnabörnin af því ilmefnaáran í kringum þau er svo mikil að hún helst ekki við og leggst í mígreni eftir eiturefnaárásina. Mín kenning er sú að tölfræðilegra sé algengara að smábörn angi af mýkingarefnum en fullorðið fólk þar sem það noti frekar á sig ilmvötn og rakspíra en slíkt þykir víst ekki enn við hæfi að úða á smádýrin. Hvernig er hægt að segja foreldri að óþefur sé af barninu?
21.3.09
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment