Forsíðan á þessu aukablaði sem fylgdi Mogganum í gær vakti athygli mína. Ég hef verið viðstödd fáeinar fermingarathafnir í kirkjum hér í borg og þær hafa verið töluvert frábrugðnar þeirri fallegu og persónulegu athöfn sem sýnd er á myndinni.
Yfirleitt er verið að ferma nokkra tugi fermingarbarna í senn og til þess að athöfnin taki ekki marga klukkutíma er verða hlutirnir að ganga smurt. Flokkar fermingarbarna ganga viðstöðulaust og án tafa fyrir prestinn sem segir hraðmæltur mjög "viltuleitastviðaðfremstamegni aðhafajesúkrist aðleiðtogalífsþíns" og um leið og jáið kemur útúr barninu þá kemur bunan um að vera "trúralltildauða".
Það myndi ekki þýða að bjóða upp á svona skírnir eða giftingar svo mikið er víst.
7.3.09
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment