11.12.08

Léttara líf

Á einhvern undraverðan hátt hefur mér tekist að lifa heilt góðæri, almennt neyslufyllerí, dæmalausa kaupmáttaraukningu og stórfenglegan viðskiptahalla við útlönd án þess að eignast uppþvottavél. Mig langar í uppþvottavél. Þó heimilið telji aðeins tvær sálir þá held ég að slíkt tæki væri til góðs og gæti sparað ágreiningsmál. Fólk sem á uppþvottavélar virðist hafa mikið dálæti á þeim og verður tíðrætt um ágæti þeirra. Ég vil komast í þann hóp.

1 comment:

Anonymous said...

Þær þurrka diskana og allt. En ég átti bara bursta þar til fyrir tveim og hálfu ári að ég endurnýjaði allt eldhúsið nema ísskápinn og örbylgjuofninn sem hvoru tveggja var yngra en ég.