29.12.08

Gullfallegt

Óneitanlega er hún erfið, samkeppnisstaða þeirra sem selja flugelda, en geta ekki státað af því að nota hagnaðinn til að leita að týndu fólki. Þeir sem eru í flugeldasölu af hefðbundinni hagnaðarvon, verða að höfða til væntanlegra viðskiptavina með öðrum hætti en neyðarkallarnir.

Þessi klausa, sem myndi gera sig vel á útifundi, er í auglýsingablöðungi Gullborgar (sem selt hefur flugelda í 30 ár). Hér er ávörpuð hin niðurlægða þjóð og hún eggjuð til að sýna hvað í henni býr. Það verður best gert með ósvikinni flugeldasýningu á gamlárskvöld.
Látum ekki stela líka af okkur áramótunum. Ekki eyða gamlárskvöldi í sjónvarp eða útvarp. Skaupið verður endurtekið og látum ekki apa og svín bulla í okkur meira, hættum að vera heilalausar strengjabrúður.

1 comment:

Anonymous said...

ég heyrði rússneskan málshátt í dag
sem var "ekki alveg eifalt að þýða"
en "fyrir síðustu krónrnar kaupir maður þríeiki
Kveðja Kalli