12.12.08

Gosórói

Þegar ég fer myndavélarlaus austur fyrir fjall þá verð ég aðeins óróleg yfir því þegar ég er komin austur fyrir Selfoss. Það væri hreint til skammar að horfa á Heklu byrja að gjósa og hafa gleymt myndavélinni heima.

4 comments:

Anonymous said...

Hef ekki nokkur skilning á þessari tilfinningu enda er ég þeirri náttúru gædd að missa af öllum álitlegum hamförum hvort heldur það eru eldgos eða jarðskjalftar - hef alltaf verið fjarri góðu gamni!
Kv
Kristjana frænka

Anonymous said...

Var eitt sinn stödd í salnum í félagsheimili Hreppamanna ásamt nokkrum öðrum hótelstarfsmönnum og sæg af túristum þegar Hekla byrjaði að gjósa. Um leið og fyrsti reykjarbólsturinn steig upp tæmdist salurinn eins og hendi væri veifað. Eftir stóðum við Íslendingarnir - vorum smástund að átta okkur á hvað var að gerast. Útlendingar búast hins vegar við eldgosi hvar og hvenær sem er á Íslandi og eru alltaf með myndavélina tilbúna.
Systir.

Rúna said...

Þetta er væntanlega minnisstæðara en heilagfiskið og rífnu rófurnar. Gratúlera annars með tækniframfarir.

Rúna said...

Kristjana vanrækti það að vinna á hótelinu ef ég man rétt og missti því af þessu.