Það er mikið áhugamál mitt að endurvekja hinn séríslenska, skemmtilega og ódýra sið, að hengja öskupoka á fólk á öskudegi. Vér fullorðnir getum ekki með fullri reisn sníkt nammi í búðum á öskudaginn, reyndar geri ég ekki ráð fyrir að kaupmönnum verði útbært ókeypis nammi núna í kreppunni. Öskudagurinn á líka að vera til skemmtunar fyrir fullorðna, óþarfi að leyfa börnunum að sitja einum að hátíðinni. Það geta allir skemmt sér við að hengja öskupoka á vini, samstarfsmenn og ekki síst ókunnuga. Virðulegur maður eða kona með öskupoka á bakinu vekur alltaf upp bros í munnviki.
Öskupokar geta einnig fengið rómantískt hlutverk. Þegar afi minn, Emil Ásgeirsson, var ungur maður á bændaskólanum á Hvanneyri, fann hann fagurlega bróderaðan öskupoka hangandi á bakinu á sér. Í honum leyndist bréfmiði með vísu:
Afbrýðisemin ergir mig
engan má það gruna.
Allar stúlkur elska þig
Emil minn frá Hruna.
Það hefur ekki verið upplýst enn þann dag í dag hver var þarna að verki. Engar stúlkur gengu í bændaskóla þá en einhverjar hafa verið þar við störf geri ég ráð fyrir. Hann átti reyndar kærustu þarna, dóttur skólastjórans.
Til að auka veg öskupokanna hefur mér dottið ýmislegt í hug. Á meðan góðærið geisaði datt mér í hug það þjóðráð að panta nokkur þúsund stykki frá Kínaveldi, en þar mun vera hægt að fá framleiddar gegn vægu gjaldi ýmsar nauðsynjavörur fyrir okkur vesturlandabúa. Núna hafa aðstæður breyst þannig að óskynsamlegt virðist að eyða dýrmætum gjaldeyri þjóðarinnar með þessum hætti. Ekki er um annað að ræða en að sauma öskupoka upp á gamla mátann og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama. Það kemur sér núna vel að hafa aldrei getað fengið sig til að henda efnisbút. Ég fullyrði að hér á heimilinu leynist hráefni í þúsundir öskupoka, þó auðvitað muni ég ekki geta saumað úr því öllu.
Leiðbeiningar um gerð öskupoka er að sjálfsögðu að finna á hinu undursamlega interneti.
27.1.09
23.1.09
Berjum niður verðið
Alltof oft hef ég fundið þá gremjutilfinningu sem fylgir því að sjá eitthvað boðið til sölu á miklu lægra verði en var rétt áður borgað fyrir sama hlutinn. Mér finnst það sjaldnar vera á hinn veginn.
Nýlega gerði ég mér ferð í Bónus gagngert til að kaupa rúðuvökva á bílinn. Taldi að þar hlyti hann að vera ódýrastur. Konan á eftir mér í röðinni mundi allt í einu eftir því að hana vantaði rúðuvökva þegar hún sá mig með brúsann. Meðan ég beið í röðinni hugsaði ég um hvað ég væri vitlaus að gera mér sérstaka ferð í Bónus útaf svona smáræði, sennilega til að spara hundraðkall.
Brúsi með 2,5 l kostaði eitthvað í kringum 330 kall. Í Húsasmiðjunni, hinumegin við götuna, sá ég skömmu síðar jafnstóran brúsa boðinn til sölu á krónur 1.399. Um leið og hneykslunarbylgja fór um mig alla varð ég svo glöð yfir að hafa farið í Bónus.
Til að allrar sanngirni sé gætt þá skal tekið fram að Húsasmiðjuvökvinn var með sítrónuilmi en Bónusvökvinn var með hefðbundinni rúðuvökvalykt.
Nýlega gerði ég mér ferð í Bónus gagngert til að kaupa rúðuvökva á bílinn. Taldi að þar hlyti hann að vera ódýrastur. Konan á eftir mér í röðinni mundi allt í einu eftir því að hana vantaði rúðuvökva þegar hún sá mig með brúsann. Meðan ég beið í röðinni hugsaði ég um hvað ég væri vitlaus að gera mér sérstaka ferð í Bónus útaf svona smáræði, sennilega til að spara hundraðkall.
Brúsi með 2,5 l kostaði eitthvað í kringum 330 kall. Í Húsasmiðjunni, hinumegin við götuna, sá ég skömmu síðar jafnstóran brúsa boðinn til sölu á krónur 1.399. Um leið og hneykslunarbylgja fór um mig alla varð ég svo glöð yfir að hafa farið í Bónus.
Til að allrar sanngirni sé gætt þá skal tekið fram að Húsasmiðjuvökvinn var með sítrónuilmi en Bónusvökvinn var með hefðbundinni rúðuvökvalykt.
14.1.09
Öskudagur og títuprjónar
Í gær áskotnaðist mér box af gömlum títuprjónum sem eru þeirrar náttúru að hægt er að beygja þá án þess að þeir brotni. Nýframleiddir títuprjónar brotna ef reynt er að beygja þá. Þegar ég var 10 ára voru títuprjónar sem bognuðu þegar orðnir vandfundnir, það var helst í rykföllnum blikkdósum hjá ömmu.
Ég tel það ótvírætt að notkun öskupoka á Íslandi hafi fjarað út vegna óæskilegra breytinga á títuprjónum, eins og hér er haldið fram. Nauðsynlegt er að beygja títuprjón til að búa til öskupoka. Það er mikill skaði þegar tapast séríslenskir siðir eins og öskupokasiðurinn.
Legg ég nú til að allir sem saumnál geta valdið taki nú til við að sauma öskupoka til að nota á næsta öskudegi. Það er reglulega góð skemmtun að hengja þá á grunlausa. Líklega er hægt að nota pínulitlar gular nælur í staðinn fyrir títuprjóna.
Á öskudeginum komu sumir kennararnir í skólann í ullarpeysum. Aðrir komu í jökkum úr mjög þéttofnum efnum sem vonlaust var að stinga í gegnum.
Ég tel það ótvírætt að notkun öskupoka á Íslandi hafi fjarað út vegna óæskilegra breytinga á títuprjónum, eins og hér er haldið fram. Nauðsynlegt er að beygja títuprjón til að búa til öskupoka. Það er mikill skaði þegar tapast séríslenskir siðir eins og öskupokasiðurinn.
Legg ég nú til að allir sem saumnál geta valdið taki nú til við að sauma öskupoka til að nota á næsta öskudegi. Það er reglulega góð skemmtun að hengja þá á grunlausa. Líklega er hægt að nota pínulitlar gular nælur í staðinn fyrir títuprjóna.
Á öskudeginum komu sumir kennararnir í skólann í ullarpeysum. Aðrir komu í jökkum úr mjög þéttofnum efnum sem vonlaust var að stinga í gegnum.
4.1.09
Árið 2008
Verstu kaup ársins voru Hómer ástargaukur.
Mesta skömm ársins var þegar ég þurfti að fara þrjár ferðir eftir vegabréfi sonarins og missti stjórn á mér í afgreiðslu opinberrar stofnunar.
Vanræksla ársins var að þvo bílinn bara einu sinni.
Aumingjaskapur ársins var að fara ekki í löngu tímabært dómsmál við nágrannann útaf sitkagreninu sem gnæfir yfir lóðina mína.
Veikindi ársins voru þursabit.
Mesti viðbjóður ársins var franski kálfshausinn.
Dónaskap ársins í minn garð sýndi kassastelpan sendi sms um leið og hún skannaði nýlenduvörurnar sem ég var að kaupa.
Klaufalegast á árinu var þegar týnda yfirhöfnin mín reyndist hanga á snaga í fatahenginu.
Hræddust var ég á árinu sem leiðbeinandi í æfingaakstri.
Mesta leti ársins er að taka bilaða lyftu upp á 3. hæð.
Vonbrigði ársins voru að Reykjavíkurborg skyldi láta Vöku taka bifreið sonarins, þó hún stæði um stundarsakir númerslaus á hlaðinu.
Niðurlæging ársins var að fá ekki svar við margítrekuðu kvörtunarbréfi til Reykjavíkurborgar vegna ofangreinds atviks.
Hræðilegasta hljóð ársins heyrðist þegar maður skrapaði rúðugler með málmsköfu, hvar ég sat fyrir innan við fimmta mann.
Blóm ársins voru túlipanarnir sem blómstruðu fagurlega síðasta vor, þó ég hafi fengið versta þursabit ævinnar við að grafa þá niður.
Mesta skömm ársins var þegar ég þurfti að fara þrjár ferðir eftir vegabréfi sonarins og missti stjórn á mér í afgreiðslu opinberrar stofnunar.
Vanræksla ársins var að þvo bílinn bara einu sinni.
Aumingjaskapur ársins var að fara ekki í löngu tímabært dómsmál við nágrannann útaf sitkagreninu sem gnæfir yfir lóðina mína.
Veikindi ársins voru þursabit.
Mesti viðbjóður ársins var franski kálfshausinn.
Dónaskap ársins í minn garð sýndi kassastelpan sendi sms um leið og hún skannaði nýlenduvörurnar sem ég var að kaupa.
Klaufalegast á árinu var þegar týnda yfirhöfnin mín reyndist hanga á snaga í fatahenginu.
Hræddust var ég á árinu sem leiðbeinandi í æfingaakstri.
Mesta leti ársins er að taka bilaða lyftu upp á 3. hæð.
Vonbrigði ársins voru að Reykjavíkurborg skyldi láta Vöku taka bifreið sonarins, þó hún stæði um stundarsakir númerslaus á hlaðinu.
Niðurlæging ársins var að fá ekki svar við margítrekuðu kvörtunarbréfi til Reykjavíkurborgar vegna ofangreinds atviks.
Hræðilegasta hljóð ársins heyrðist þegar maður skrapaði rúðugler með málmsköfu, hvar ég sat fyrir innan við fimmta mann.
Blóm ársins voru túlipanarnir sem blómstruðu fagurlega síðasta vor, þó ég hafi fengið versta þursabit ævinnar við að grafa þá niður.
Subscribe to:
Posts (Atom)