5.7.09
Í boði Landsvirkjunar
Um daginn naut ég gestrisni Landsvirkjunar og fékk að skoða Kárahnjúkavirkjun með leiðsögn starfsmanna fyrirtækisins. Sama hvað manni kann að finnast um framkvæmdina, þá má dást að mikilfengleika mannvirkisins, handverkinu, verksvitinu og því sem menn geta áorkað ef nógu margir leggja saman.
Eitt mikið áhyggjuefni er fok. Hér má sjá viðleitni til að hindra það. Ég geri ráð fyrir að þetta sé einhverskonar tilraun því aðeins var eitt svona tæki að störfum. Þetta tæki minnir mig á þegar rófugarðarnir voru vökvaðir í gamla daga. Bunan sveif í svipuðum boga.
Annars eru myndir úr þessari frægðarför hér.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment