12.4.09

Ég og dýrið


Ég fann dautt nagdýr í eldhúsinu mínu í gær. Ekki veit ég hvort þetta er mús eða rottuungi, en hallast þó að verri kostinum. Þessi atburður örvaði hjartsláttinn aðeins eins og skiljanlegt er. Maður verður paranoid og fer að líta í kringum sig eftir fleiri óboðnum gestum. Við þá athugun kom í ljós að kettirnir sitja nú þaulsetum í þvottahúsinu þar sem er pípa í vegg skammt frá gólfi og töluvert holrúm í kring. Tilraun var gerð með að loka kettina inni og setja lítinn ostbita í holumunnann. Hann hvarf eins og dögg fyrir sólu. Þar með hefur það verið staðfest. Það er íbúi í holunni. Þar sem mesta hátíð kristinna manna stendur nú sem hæst eru meindýraeyðar Reykjavíkurborgar í fríi með fjölskyldum sínum, ég verð því að búa með dýrinu enn um sinn.

2 comments:

skandala said...

Úff. Gangi þér vel í þessari nýju sambúð.

Gamli sveppur said...

Svo er dagur upprisunnar í dag. Þannig að ...