14.4.09

Tilboð

Vegna mikilla umsvifa minna á verðbréfamarkaði á árinu 2007, get ég ekki komið fyrir mig tildrögum þess að ég á 10 króna hlut að nafnverði í glæfrafélaginu Exista hf.

Í dag barst mér A4 umslag þykkt af pappír frá lögmannsstofunni Logos, þar var bréf stílað á mig persónulega, margra síðna upplýsingabæklingur á fallegum pappír auk eyðublaðs sem mér gefst kostur á að fylla út í viðurvist tveggja votta, þar sem ég fellst á yfirtökutilboð í hlut minn í félaginu. Eyðublaðið útfyllt get ég sent Logosi í sérstöku svarsendingarumslagi sem einnig fylgdi.

Kaupverðið krónur núll verður lagt á reikning minn við fyrsta tækifæri.

No comments: