Í tilefni ágreinings innan Borgarahreyfingarinnar er því beint til þingmanns að "kalla inn varaþingmann sinn". Þingmaðurinn segist ekki ætla að gera það. Fjölmiðlar færa fréttir af því hverjir vilja að þingmaðurinn "kalli inn varaþingmann sinn" og hverjir vilja það látið ógert.
Samkvæmt 53. gr. laga um þingsköp er þetta aðeins öðruvísi hugsað:
Skylt er þingmönnum að sækja alla þingfundi nema nauðsyn banni. Forföll skal tilkynna forseta svo fljótt sem unnt er og metur hann nauðsynina. Ákvæði þessarar málsgreinar gilda þó ekki um fyrirspurnafundi.Borgarahreyfingin virðist óvart hafa ýtt á rauða hnappinn "self destruct".
Ef þingmaður forfallast svo að nauðsyn krefji að varamaður hans taki sæti hans á meðan skal hann tilkynna forseta það bréflega og jafnframt gera grein fyrir í hverju forföllin eru fólgin og hversu lengi þau muni vara. Forseti kynnir þinginu bréfið.Þegar varamaður tekur sæti í forföllum þingmanns skal hann ekki sitja skemur en tvær vikur nema þingið hafi áður verið rofið eða því frestað.Þingmaður nýtur ekki þingfararkaups meðan varamaður hans situr á þingi nema fjarvist sé vegna veikinda eða þingmaður sé fjarverandi í opinberum erindum.
No comments:
Post a Comment