21.4.09
Evruland
Smjerpinkill dvelst nu a Italiu og gefur sig litt ad bloggskrifum. Regnhlifin hefur komid ser vel. Hundradogsjotiusinnumtaflan er mikid notud.
14.4.09
Tilboð
Vegna mikilla umsvifa minna á verðbréfamarkaði á árinu 2007, get ég ekki komið fyrir mig tildrögum þess að ég á 10 króna hlut að nafnverði í glæfrafélaginu Exista hf.
Í dag barst mér A4 umslag þykkt af pappír frá lögmannsstofunni Logos, þar var bréf stílað á mig persónulega, margra síðna upplýsingabæklingur á fallegum pappír auk eyðublaðs sem mér gefst kostur á að fylla út í viðurvist tveggja votta, þar sem ég fellst á yfirtökutilboð í hlut minn í félaginu. Eyðublaðið útfyllt get ég sent Logosi í sérstöku svarsendingarumslagi sem einnig fylgdi.
Kaupverðið krónur núll verður lagt á reikning minn við fyrsta tækifæri.
Í dag barst mér A4 umslag þykkt af pappír frá lögmannsstofunni Logos, þar var bréf stílað á mig persónulega, margra síðna upplýsingabæklingur á fallegum pappír auk eyðublaðs sem mér gefst kostur á að fylla út í viðurvist tveggja votta, þar sem ég fellst á yfirtökutilboð í hlut minn í félaginu. Eyðublaðið útfyllt get ég sent Logosi í sérstöku svarsendingarumslagi sem einnig fylgdi.
Kaupverðið krónur núll verður lagt á reikning minn við fyrsta tækifæri.
Labels:
Mistök óhöpp og slys,
Sparnaður,
Viðskipti
12.4.09
Ég og dýrið
Ég fann dautt nagdýr í eldhúsinu mínu í gær. Ekki veit ég hvort þetta er mús eða rottuungi, en hallast þó að verri kostinum. Þessi atburður örvaði hjartsláttinn aðeins eins og skiljanlegt er. Maður verður paranoid og fer að líta í kringum sig eftir fleiri óboðnum gestum. Við þá athugun kom í ljós að kettirnir sitja nú þaulsetum í þvottahúsinu þar sem er pípa í vegg skammt frá gólfi og töluvert holrúm í kring. Tilraun var gerð með að loka kettina inni og setja lítinn ostbita í holumunnann. Hann hvarf eins og dögg fyrir sólu. Þar með hefur það verið staðfest. Það er íbúi í holunni. Þar sem mesta hátíð kristinna manna stendur nú sem hæst eru meindýraeyðar Reykjavíkurborgar í fríi með fjölskyldum sínum, ég verð því að búa með dýrinu enn um sinn.
Labels:
Dauði,
Dýraplagerí
Subscribe to:
Posts (Atom)