18.10.09

Tær í kremju


Ekki gat ég stillt mig um að smella á fyrirsögnina Naomi Cambell á bikiní - myndir. Fréttin er sú að Naomi sé enn í "feyknaformi" en blaðamaður virðist ekki hafa veitt því athygli sem er mun meiri frétt.

Fóturinn á henni hefur tekið á sig mynd skófatnaðar sem miðast við að kvenfótur sé með eina langa miðtá, en tærnar styttist og minnki eftir því sem utar dregur. Konan hefur verið gagnrýnd fyrir að vera stygg í skapi og jafnvel ofbeldishneigð, en fréttir af því eru komnar í nýtt samhengi. Hún hlýtur að finna til í hverju skrefi.


No comments: