18.10.09

Tær í kremju


Ekki gat ég stillt mig um að smella á fyrirsögnina Naomi Cambell á bikiní - myndir. Fréttin er sú að Naomi sé enn í "feyknaformi" en blaðamaður virðist ekki hafa veitt því athygli sem er mun meiri frétt.

Fóturinn á henni hefur tekið á sig mynd skófatnaðar sem miðast við að kvenfótur sé með eina langa miðtá, en tærnar styttist og minnki eftir því sem utar dregur. Konan hefur verið gagnrýnd fyrir að vera stygg í skapi og jafnvel ofbeldishneigð, en fréttir af því eru komnar í nýtt samhengi. Hún hlýtur að finna til í hverju skrefi.


4.10.09

Uppskrift

Tregða mín til að henda hlutum eða losa mig við þá til annarra eigenda á sér margar birtingarmyndir. Ég lærði það ung að mikilvægt væri öllum að eiga gott hljómplötusafn. Sérstaklega var það mikilvægt fyrir unga menn og hélst í hendur við mikilvægi þess að eiga góðar græjur. Metnaður minn í þessum efnum var lítill, sem betur fer. Allar mínar græjur hafa verið vondar og hljómplötur keypti ég stöku sinnum af tilviljun. Núna á ég ekki það sem þarf til að spila hljómplötur en ég get hvorki selt þær, gefið, hent né neitt annað. Þær bara sitja í sínum kassa í geymslunni og bíða eilífðarinnar.

Fljótlegt reyndist að framkvæma uppskrift á hljómplötusafni mínu. Ef einhver sýnir áhuga á að eignast einhverja þeirra, geri ég ráð fyrir að mér muni þykja hún enn eigulegri fyrir vikið.

Hvít jól – Elly Vilhjálms og Ragnar Bjarnason (þetta er lítil plata), Hotter than July – Stevie Wonder, Pyramid – The Alan Parsons Project, Jack Magnet – Jakob Magnússon, In The Court of The Crimson King – King Crimson, Double Fantasy – John Lennon og Yoko Ono, Walk on The Wild Side - The best of Lou Reed – Lou Reed, Peter Tschaikowski - Die Jahreszeiten - Auswahl – Swjatoslaw Richter, Og augun opnast – Hilmar Oddsson, Eve – The Alan Parsons Project, Master of Reality – Black Sabbath, Tender Prey – Nick Cave and The Bad Seeds, Countdown to Ecstasy – Steely Dan, Bounced Checks – Tom Waits, Arien – Maria Callas, Midt om Natten – Kim Larsen, Kaya – Bob Marley and The Wailers, Never for Ever – Kate Bush, Absolutely Live – The Doors, The Best of Bette – Bette Midler, 77 – Talking Heads, 461 Ocean Bouleward – Eric Clapton, Starsound Collection – Janis Joplin, Body and Soul – Joe Jackson, Stella – Yello, Eye in The Sky – The Alan Parsons Project, The Doors –The Doors, Blind Faith – Blind Faith, Bísar í banastuði – Kamarorghestar.

Mér finnst endilega eins og ég hafi einhverntíman átt plötur með Supertramp og ELO, en sennilega eru þær týndar eða í láni.