Langamma mín í beinan kvenlegg hét Guðrún. Systir hennar hét líka Guðrún. Mamma þeirra hét Guðrún. Tengdamóðir hennar hét Guðrún. Báðar ömmur hennar hétu Guðrún. Ein af af langömmum hennar hét Guðrún. Þegar maðurinn hennar eignaðist barn framhjá henni, var barnið skírt Guðrún.Langamma eignaðist tvær dætur, tók hún þá djörfu ákvörðun að láta hvoruga heita Guðrún en önnur var reyndar látin heita Eyrún og var amma mín. Ég heiti nafninu hennar og það gerir hún Eyrún frænka mín líka. Mamma heitir auðvitað Guðrún eftir ömmu sinni og dóttir hennar systur minnar heitir Guðrún eftir henni.Ef ég hefði eignast dóttur hefði hún auðvitað verið látin heita Guðrún. Ég elska þetta nafn.
Þegar presturinn spyr: "Hvað á barnið að heita", (eða "hvað heitir barnið" til að leggja rétthugsandi áherslu á að verið sé að taka barnið í söfnuðinn en ekki bara gefa því nafn), þá setja viðstaddir upp pókerandlitið, enginn vill láta skelfinguna leka af sér þegar nýjasta skrúðnefnið er sagt upphátt.
Þetta var sagan af nafnahefðinni í kvenleggnum, það eru fleiri leggir og fleiri svona sögur. Mannanafnanefnd hefur ekki þurft að funda út af nafngiftum í minni fjölskyldu.